Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 31
frestaféiagsritið. Verður tilvera Guðs sönnuð?
25
en gaspur, þegar menn heimta guðleysi eða efunarhyggju
1 „visindanna“ nafni.
Til er guðleysi þeirra, sem afneita öllu. Það er blint
guðleysi og þýðir ekki að eiga orðastað við slika menn.
En það er líka til guðleysi þeirra manna, sem hugsa.
Það er sprottið af skoðun þeirra á heiminum. Heimur-
uin er, segja þeir, ekkert annað en þetta, sem hin fimm
skilningarvit oldiar setja okkur í samband við. Þeim
Enst það rugla alla heilbrigða hugsun og kippa fótunum
Undan allri þekkingu, ef við eigum að fara að viður-
kenna eitthvað, sem ekki sést. Og það var í raun og veru
engin furða, þó að einlægir vísindamenn, sem sáu hvern-
'g raunvísindin gerðu grein fyrir fleiru og fleiru af því,
sem áður hafði þótt meðfæri trúarbragðanna einna,
fseru að komast á þá skoðun, að vísindin mundu með tíð
°g tíma gefa skýringar á öllu. Sjálf vísindarannsóknin
virtist líka leiða menn burt frá guðstrúnni. Stjörnuspek-
lugurinn rannsakaði himingeiminn í æ betri og betri
sjónauka, en aldrei varð Guð á vegi lians. Efnafræðing-
Urinn skygndist lengra og lengra niður í smáheima
eindanna, en alt fór á sömu leið. Hin vísindalega efnis-
^yggja er lang-alvarlegasta mótbáran gegn guðstrúnni,
sem fram hefir komið.
En reynslan hefir sýnt, að þetta var aðeins stundar
fyrirbrigði. Guðleysið reyndist aðeins gelgjuskeiðsfyrir-
hrigði vísindanna. Svipað kemur fram í lífi einstakling-
unna. Þegar menn eru komnir nokkuð áleiðis á menta-
brautinni hættir þeim við því, að finnast eins og þeir
viti eiginlega alt, þeir geti öllu svarað. En öruggasta ráðið
gegn þessari ímynduðu alvizku er það, að halda áfram
á mentabrautinni. Og alveg það sama hefir komið fram
1 þróunarsögu heildarinnar. Vísindin hafa ekki þurft
unnað en halda áfram til þess að komast ofan af þess-
Ulu hátindum alvizkunnar. Einmitt sjálf raunvísindin,
sem í fyrstu virðast ætla að gefa svör við öllu, fara nú
að spyrja að fleiru en þau svara. Og svörin, sem þau