Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 32
26
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið
gefa fara að benda út yfir alt það, sem þau hafa tekið
til meðferðar. Vísindin fara að benda sjálf í þá átt, að
fleira sé til milli himins og jarðar en þetta, sem við sjá-
um eða heyrum eða þreifum á. Þó að hvorki stjörnu-
Iræðingurinn né efnafræðingurinn finni Guð með rann-
sóknum sínum, þá er þess ekki að vænta og sannar ekki
neitt. Menn finna ekki heldur „músikina“, þó að þeir
skoði hljóðfærið í krók og kring, en er það nokkur sönn-
un þess, að músíkin sé ekki til og búandi í hljóðfærinu?
Ég ætla svo að minnast aðeins á afstöðu þeirra, sem
segja, að ómögulegt sé að vita neitt um þessi efni, og
því sé bezt að þegja. Þessir menn hafa verið lcallaðir
„agnostíkar“ og vil ég nú hiðja afsökunar á því, að ég
nota bæði þetta og fleiri erlend orð í þessu erindi. Eg
er ekki svo orðhagur að ég treysti mér til þess, að finna
íslenzk orð, en ég skal reyna að útskýra þau útlendu
orð sem ég nota, eftir því, sem ég get bezt. — Þessir
menn liafa jafnan haldið því fram, að þeir væru einu
mennirnir, sem tækju vísindalega afstöðu í þessu
vandamáli, þá afstöðu, að viðurkenna hreinskilnis-
lega, að um tilveru Guðs væri ekkert hægt að vita. En
er nú þetta nokkurn hlut vísindalegt? Er ekki þetta ein-
mitt augljós hugsunarvilla? Því að um leið og einhver
segir, að um Guð sé ekkert hægt að vita, þá er hann að
láta uppi ákveðna skoðun á eðli lians, þá skoðun, að
hann sé óþekkjanlegur. Hitt er annað mál, að úr þess-
ari skoðun er hægt að draga með því að segja, að Guð
verði aldrei gjörþektur. Hann sé okkur svo miklu ofar,
að mannlegur hugur geti aldrei rúmað hann. En þó er
þetta í raun og veru lika hugsunarvilla, þvi að i þessu
felst líka ákveðinn dómur um eðli Guðs.
„Agnostíkinn“ getur ekkert sagt annað en þetta: Ég
veit ekki hvort Guð er til eða ekki. Og ef hann ætlar að
halda fast við þá skoðun, þá má hann eiginlega ekki
hlusta á nein rök með né móti. En er það nokkur vís-