Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 34
28
Magnús Jónsson:
Prestafélagsritið-
álykta, að til væri einhver „Primus motor“, frum-hreyf-
ill, sem hefði hrundið öllu af stað, en væri sjálfur
óhreyfanlegur. Báðar þessar skoðanir eru í raun og veru
orsakalögmálið. Hver afleiðing heimtar sér orsök, og
þannig er liægt að halda áfram að rekja, hversu langt
sem vill, en að lokum staðnæmumst vér við eitthvað,
sem er sjálfs sín orsök, þ. e. eitthvað, sem er utan við
heim orsakar og afleiðingar.
Þýzki heimspekingurinn Immanuel Kant (d. 1804)
réðist með fádæma skarpleika á heimspekilegar sann-
anir fyrir tilveru Guðs, og um þessa sönnun sagði hann,
að með þessu væri vandamálinu aðeins skotið undan
en það ekki leyst. Því að ef hugsunarnauðsyn krefðist
þess, að heimurinn ætti einhvern höfund, þá væri jafn-
ómögulegt, að hugsa sér höfundinn höfundarlausan.
Þessa röksemdafærslu tóku menn gilda í svip. En á
síðustu tímum eru menn að hverfa aftur að þessum
hugsunarferli. Menn spyrja enn: Er nokkur önnur skoð-
un á upruna heimsins rökréttari en þessi, að hann eigi
sér höfund uían sjálfs sín? Látum vísindin sanna, að
heimurinn sé ekkert annað en vél. Þá kemur sú stað-
reynd til sögunnar, að allar vélar eru upphugsaðar,
smíðaðar og settar af stað af einhverjum öðrum en vél-
inni sjálfri. — Kosmologisk^ sönnunin er þvi ekki sönn-
un í fyllstu merking, en hún er í fullu gildi sem senni-
leg tilgáta, ef til vill einmitt sennilegasta tilgátan um
uppruna alls.
Þá kem ég að hinni svokölluðu teleologisku sönnun
fyrir tilveru Guðs, tilgangs- eða markmiðs-sönnuninni.
Þar er ekki gripið niður á upphafinu, heldur einmitt
endalokum alls, markmiðinu, sem alt stefnir að, eða til-
ganginum með öilu. Menn athuguðu dásamlega niður-
röðun og hæfni alls i tilverunni, og ályktuðu, að alt hlyti
þetta að eiga sinn tilgang. Var augað oft nefnt sem eitt