Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 36
Prestafélagsritifi.
30 Magnús Jónsson:
þessu öllu? ÞaÖ er að verða erfiðara og erfiðara að neita
þeirri tilgátu, að alt þetta bendi til guðdómsins, sem
stjórnar öllu og stýrir því að settu marki.
Þá skal ég nefna onlologisku sönnunina svonefndu, sem
ef til vill mætti kalla tilveru- eða veruleikasönnunina á
íslenzku. Þessi sönnun er miklu minna alþýðleg en liinar
og erfiðara að setja liana fram í skiljanlegri mynd, því
að hún er vafin í heimspekilegar slæður. Það var háspek-
ingurinn nafntogaði Anselmus frá Kantarahorg (d.
1109), sem fyrstur fann þessa sönnun, og sagði að hún
væri svo knýjandi, að enginn maður með heilbrigðri
skynsemi gæti neitað lienni. —- En sönnun þessi er í
fæstum orðum þannig: 1 liuga hvers manns er guðshug-
myndin. Jafnvel heimskinginn, sem segir í lijarta sinu:
Enginn Guð! liann sýnir með þessu, að hugmyndina
sjálfa getur liann ekki verið laus við. En livað er nu
gu'ðshugmyndin? Hún er það, sem er þannig, að ómögu-
legt er að hugsa sér neitt fullkomnara. En af þessu leið-
ir, að Guð hlýtur að vera til i veruleikanum, því ef hann
væri aðeins til í huga mannsins, þá væri hægt að hugsa
sér annað fullkomnara, sem sé það, sem væri hæði til
í huganum og veruleikanum. Þannig má því álj'kta fra
guðshugmyndinni til veruleika Guðs.
Skoðanir manna á þessari sönnun hafa verið ákaflega
skiftar. Sumir liafa talið liana orðaleik einn, en aðrir
liafa talið hann dýpstu sannindi. Tómas Aquinas, fræg-
asti háspekingur miðaldanna, vildi elcki fallast á hana-
Aftur á móti var liún meginliður í röksemdafærslu ann-
ara eins spekinga og Descartes, Leibnitz og Spinozn-
Ivant hafnaði henni eins og öðrum lieimspekileguni
sönnunum fyrir lilveru Guðs, en hún kom fram með
meiri styrk en nokkru sinni áður i heimspeki Hegels og
fylgismanna lians, sem töldu hana fela í sér grundvöll
allrar þekkingar.
Það er alveg satt, að sönnun þessi virðist í fljótu bragði