Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 37
Þrestaiéiagsriíiö. VerSui' tilvera Guðs sönnuð?
31
vera hártogunarkend. Hún líkist innilialdslausum en
ekki óskemtilegum orðaleik, þegar hún er sett fram
Svona í stuttu rnáli. Hún er eitt af þessu, sem sannar án
Þess að sannfæra, líkt eins og þegar Holberg lætur of-
látunginn Erasmus Montanus sanna mömmu sinni að
hún sé steinn. Hún getur ekki hrakið hann, en hún er
nattúrlega jafn sannfærð um það eftir sem áður, að liún
Se ekki steinn. — En sé farið að kryfja þessa sönnun til
mergjar, þá kemur upp úr kafinu, að hugsunin á erfitl
^eð að starfa, ef ekki má ganga út frá einmitt þessu,
sem hún heldur fram. Verðum vér ekki að byggja á því,
hugmyndin um hið fullkomna styðjist við veruleika?
Hvernig eigum vér annars að meta „gildi“ tilverunnar?
Hescartes benti á, að meðvitundin um hið endanlega,
k d. sjálfa okkur, sem endanlegar verur, væri sönnun
Þess að bak við stæði hugmyndin um hið óendanlega.
^að er hæpið, að til nokkurs sé að leita sannleikans, nema
sé hugmyndin um fullkominn sannleika og að sá
Hillkomni sannleikur sé til bæði i hugsuninni og veru-
leikanum.
Á það hefir verið bent, að öll vor þekking hvíli i raun
°§ sannleika á „ontologiskum“ grundvelli, ef svo mætti
að orði kveða, þ. e. þeirri sannfæring, að heimurinn sé
tekkjanlegur, að hann sé i samræmi við hugsun vora.
fcetta getum vér náttúrlega ekki út af fyrir sig sannað,
Þvi að þessi setning er sjálf grundvöllur allrar hugs-
Unar. En að hafna þesari sannfæring, þ. e. að hafna
°ntologisku sönnuninni, er í raun og veru sama sem að
hafna allri hugsun og öllum möguleikum til þekkingar.
% hefi nú nefnt þessar þrjár svonefndu heimspeki-
jegu sannanir fyrir tilveru Guðs. Enginn þeirra mun vera
nýjandi, eins og stærðfræðileg' sönnun, en í þeim öllum
er sannleiksgildi. Þær verka á hugann vegna þess að þær
standa saman. Þær sýna, hvernig hugurinn stefnir frá
ýrnsum hliðum að þessu sama, að bezt sé að gera grein