Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 38
32
Magnús Jónsson:
Prestaíélagsritið'
fyrir heiminum og tilverunni og sömuleiðis vorri eigin
hugsun með þvi að byggja á guðshugmyndinni.
Eins og ég gat um áður, veittist Immanuel Kant að
öllum þessum sönnunum og lagði þær að velli. Mátti
svo heita, að þær lægju allar í valnum alla þá stund,
sem heimspeki lians var viðurkend. En þær hafa risið
upp aftur að sama skapi sem menn hafa brotist undan
valdi lians. Og nú virðist svo komið, að fjöldi heim-
spekinga — að maður tali ekki um guðfræðingana —
séu að komast inn á sama hugsanaferilinn aftur. Hinar
gömlu sannanir fyrir tilveru Guðs liafa eins og risið upp
frá dauðum, studdar nýjum röksemdum, sérstaklega ut
frá tilraunum heimspekinganna til þess, að skilja og
gera grein fyrir tilverunni sem einni órofa heild og sam-
ræmu fyrirbrigði. Eftir ýmsum leiðum dregst þá hugur-
inn að þessu sama: Það verður hvorki gerð grein fyrir
upphafi né tilgangi tilverunnar nema út frá guðshug-
myndinni, né lieldur verður tilveru vor sjálfra og hugs-
un á annan veg fullnægja gerð.
Þá má og benda á það, að Kant sjálfur har fram eina
sönnun fyrir tilveru Guðs. Það er liin svokallaða mór-
alska sönnun, siðfræðilega sönnunin. Hún er reist á þeim
grundvelli, að maðurinn finni hið innra með sér skil'
yrðislaust boð skyldunnar: Gjörðu þetta og láttu hitt
ógjört! Það er ekki sagt við manninn: Viltu vera svo
vænn að gera þetta en ekki hitt. Og það er ekki spurt a'ð
því, hvort meðfæddar tilfinningar mannsins séu boðinu
meðmæltar eða mótfallnar. Boðið er skilyrðislaust og
algerlega ósveigjanlegt.
Hvaðan er þetta skylduboð? spyr Kant. Ef það vserl
frá manninum sjálfum, þá gæti það ekki staðið svona
yfir honum með ósveigjanlegum strangleika og riðiö 1
bága við löngun hans og tilhneigingar. Nei, það er koin-
ið frá æðra valdi. Það bendir á hinn mikla herra tilveJ'
unnar. Það er sönnun fyrir því, að yfir manninum stend'