Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 39
Prestaféiagsritið. Verður tilvera Guðs sönnuð?
33
ur Guð, og um leið sannar það viljafrelsi mannsins og
ódauðleik sálarinnar.
En það er með þessa sönnun Kants eins og þær sann-
anir, sem hann reyndi að hrekja, að hún er ekki knýj-
andi. En liún liefir nú, eins og hinar, verið vakin upp
og rent undir liana nýjum stoðum. Og hún er hinum
iremri í því, að hún bendir ekki aðeins á tilveru ein-
hvers Guðs, lieldur gefur hún og bending um það, að
hann sé g'óður Guð, siðferðilegur Guð. Einn nútíma
heimspekingur hefir orðað þetta þannig, að hinar sann-
anirnar sýni okkur fótspor Guðs, en móralska sönnun-
in sýni okkur liann sjálfan, að minsta kosti að nokkru
leyti óhjúpaðan.
Þetta er nú orðið svo langt mál, að ég má ekki bæta
miklu við. En ég vil þó, áður en ég lýk máli mínu víkja
aðeins að einni staðreynd, sem mér finnst oft og einatt
ekki nóg dregin fram i umræðum um þetta mál. En
það er sú staðreynd, hve guðstrúin og guðsþráin virðist
alment og á öllum tímum vera mönnum í blóðið borin.
Hún hefir fvlgt öllum þjóðum frá ómunatíð eins og
óaðskiljanlegt einkenni sálarlífsins. Hún breytist að
vísu og lagast eftir hugsunarhætti, menning og þekking
þjóðanna, en fylgir þeim jafnan eins og æðsta og dýr-
mætasta eign þeirra. Þá fyrst, er nokkurskonar ofrækt
kemst inn í kynstofninn, getur farið að bera á rénun þess-
arar tilfinningar. Guðleysið kemur eins og annað óeðli
við hlið annara fyrirbrigða, sem fylgja ofvexti eða of-
rœkt. Það er kunnugt að rækta má jurtir þar til þær
hætta að framleiða fræ, eða dýr þar til þeim hættir að
Þykja vænt um afkvæmi sitt. Margt slíkt mætti telja í
mannlífinu, og eitt af því er þetta, að menn fara, gegn
^annlegu eðlisfari, að efast um guðdóminn.
Þetta er ekki sönnun, en mér liggur við að segja, að
þetta sé ofar öllum sönnunum. Það er alkunnugt, að
3