Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 40
34 M. J.: Verður tilv. Guðs sönnuð? prestaféiagsritiS.
jafnvel stærðfræðin, sem er rökvissust allra fræðigreina,
hvílir þó á grundvallaratriðum, sem ekki verða sönnuð,
en eru, eins og ég sagði áðan, i rauninni öllum sönn-
unum ofar, vegna þess að hver andlega heilbrigður mað-
ur verður að fallast á þau, hlýtur að finna, með nokk-
urskonar eðlisnauðsyn, að þau eru sönn. Þessi frum-
sannindi ex*u kölluð axióm, og á þeim er öll stærðfræðin
reist með rökréttum ályktunum, en sjálf eru þau ósönn-
uð með öðru en þessu einkenni mannlegs sálarlífs.
Nú vil ég segja, að guðshugmyndin sé nokkurskonar
axióm, frumsannindi, ef til vill ekki jafn alment gilt eins
og þau axióm, sem stærðfræðin byggir á, en þó svo, að
meginþorri alls mannkynsins felst á þau, ef nxenn eru
ótruflaðir. Þetta axiónx er því leyfilegt að nota, og reisa
á þvi þá guðfræði, sem með rökréttum ályktunum nxá
leiða út af guðshugmyndinni. Og guðfræðin er þá jafn-
gild fræðigrein fyrir þá, sem fallast á axiómið eins og
stærðfræðin fyrir þá, sem fallast á hennar axióm.
En aðx*a verður ekki hægt að neyða með skynsemis-
röksemdum til þess að fallast á guðshugmyndina. Hún
flýr undan huganum eins og regnboginn flýr undan
barninu, sem vill gripa hann. Andlegir hlutir verða að
skiljast á andlegan liátt. Og þetta er líka vafalaust bezt.
Trúin verður að vera persónuleg sannfæring en ekki
dauð bókstafsvissa. Og þá spyr maðuriixn ekki lengur:
Er Guð til? Heldur segir hann: Hafi ég þig aðeins, hirði
ég hvorki um himin né jörð!