Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 42
36
Friðrik Hallgrímsson:
Prestafélagsritið.
á við, er sú þjáning, sem menn verða fyrir af völdum
mannlífsins umhverfis sig eða náttúrunnar, — en ekki
sjálfsköpuð þjáning.
Hann bendir svo á liinar helztu tegundir mannlegs
mótlætis, og sýnir fram á, að það komi alt niður á
kristnum mönnum, engu síður en öðrum, og að Kristur
liafi beinlínis sagt lærisveinum sínum að vera við
því búnir.
Næst bendir höf. á það, með live ólíku móti menn
taki þessu mótlæti, sem alstaðar er á ferðinni. Hann
segir að mönnum megi skipa í 10 flokka eftir afstöðu
þeirra til mótlætisins.
1. Fulltrúi fyrsta flokksins er Omar Khayyam, pers-
neska skáldið, sem segist þrá að mega skapa heiminn
að nýju og láta enga þjáningu eiga þar heima. Slikar
óskir geta menn borið i brjósti — en ekki fram-
kvæmt þær.
2. Annar flokkurinn segir, að bezt sé að vera altaf
við mótlæti húinn, til þess að það verði ekki eins
þungbært. En í þvi er lítil huggun eða lijálp.
3. Sumir leita huggunar í því, að vorkenna sjálfum
sér. En það hefir ekki önnur áhrif en þau, að gjöra
menn þunglynda og liuglausa.
4. Sumir vilja temja sér tilfinningaleysi fyrir mótlætJ.
að sið Stóu-spekinganna í fornöld, og segja: „Það sem
verður að vera, viljugur skal hver bera“. Það er karl-
mannlega talað, en lítil raunabót.
5. Búddha-trúin segir: „Tilveran og þjáningin eru
eitt og hið sama“. Og leiðin, sem ráðlögð er til þess
að losna við þjáningu er sú, að hætta að láta sig langu
til nokkurs — ekki lieldur langa til að vera til; Þa
geti menn komist í það ástand, sem nefnt er „Nirvana •
6. Afstaða Hindúa-trúarbragðanna er að nokkru leyh
lík þessari síðastnefndu. En þeir trúa því, að menu
hafi lifað áður en þeir fæddust hér, og mótlæti jarð-
lífsins sé afleiðing af því lífi, sem maðurinn hafði áð-