Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 43
Presíafélagsritið.
Kristur og mótlætið.
37
ur lifað, og þess yegna sé alt mótlæti réttlátt. — „Jesús
hlýtur að hafa verið hræðilegur syndari í fyrri tilveru
sinni, því að hann var svo mikill þjáningamaður“,
sagði Hindúi eitt sinn við höf.; og annar sagði við hann:
»Hvers vegna erum við að hjúkra sjúklingum á sjúkra-
húsum? Erum við ekki með því að vinna á móti lög-
uiáli „Karma“, sem lætur þá líða vegna afbrota sinna?“
frúarbrögð Hindúa ráðleggja mönnum að losna við
þjáningar með því að gjöra sér grein fyrir því, að þeir
séu i raun og veru partur af guðdóminum; þá verði þeir
það, og séu þá um leið lausir við alla þjáningu.
7. Múhameðstrúarmenn segja: „Alt sem fyrir kemur,
er að vilja Guðs. Hann hefir ákveðið alt fyrirfram. Og
uiaður á að beygja sig fyrir vilja hans“.
8. Hjá Gyðingum var sú skoðun alment ríkjandi, að
alt mótlæti væri vottur vanþóknunar Guðs á.manninum,
en að þeim, sem væru honum trúir, vegnaði altaf vel.
9. Til er flokkur manna, sem kallar trú sína „Chris-
tian Science“ („Kristin visindi“ hefir það verið útlagt).
t’eir segja: Eini veruleikinn, sem til er, er hin eilifa vit-
uad. Við erum hluti af henni. I henni getur ekkert ilt
verið, og þess vegna er ekkert ilt til. Sjúkdómar, synd
°g dauði eru ímyndanir einar. Láttu þér skiljast, að þú
ert hluti hinnar eilífu vitundar, og þá losnar þú við alt
þetta mótlæti.
10. Og loks bendir höf. á það, að fjölda margir kristn-
ir menn líti líkt á mótlætið og Múhameðsmenn. Það sé
vilji Guðs, og þess vegna beri að taka því með þolin-
uiæði.
1 næsta kafla bókarinnar er skýrt frá því, hvað Jesús
hendi um mótlætið og hvernig hann tók því sjálfur.
Hann mótmælir mjög ákveðið þrem almennum skoð-
Unum manna á mótlætinu. — Hann mótmælir því, að
líkamlegt böl sé altaf afleiðing syndar. Á vegi hans var
u^aður, sem var blindur frá fæðingu, og Jesús var spurð-