Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 46
40
Friðrik Hallgrímsson:
Prestafélagsritiö.
fyrir hendi, og gekk svo beint úr skólanum langa leið að
stóru holdsveikrahæli og settist þar að til þess að koma
í framkvæmd þeirri hugsjón, sem Guð hafði blásið henni
í brjóst. Hún gjörðist kennari sjúldinganna á hælinu og
vann þeim alt það gagn, sem í hennar valdi stóð. Hún
lét mótlæti sitt verða sér tilefni til að hjálpa öðrum og
gleðja þá -— og hrygð hennar var horfin og hún var
full fagnaðar.
Jesús kennir okkur að líta þannig á mótlætið, að við
látum ekki þar við sitja, að bera það, heldur tökum það
þeim tökum, að það leiði til heilnæms verknaðar, — og
þar með til blessunar. Orðin hans í grasgarðinum: „Verði
ekki minn, heldur þinn vilji“ eru ekki bæn um styrk til
að líða eingöngu, heldur líka um styrk til að fara svo
með þjáningarnar, að það verði, sem Guð vill. Og það
gjörði hann. Hann læknaði eyra mannsins, sem kom til
að taka hann fastan. Hann bauð deyjandi ræningjan-
um til vistar með sér í Paradís. Hann flutti þeim, sem
krossfestu hann, dýrlegan boðskap um elsku Guðs, með
því að biðja þeim fyrirgefningar.
Samkvæmt þessu er kristindómurinn ekki aðgjörðar-
laus undirgefni, heldur sigursæll lifsþróttur. Og þess
vegna verður frumtónn sannrar trúar gleði — óskiljan-
legur fögnuður — þrátt fyrir alt mótlæti.
Kristindómurinn, sem Kristur kendi, er starfandi trú,
sem lætur ekki þar við sitja, að sætta sig við örlög lífs-
ins, heldur tekur djarflega á verkefnum lifsins, — og
leggur á sig fórnir, þegar þess þarf með. En fyrir fórn-
irnar vaxa mennirnir andlega. — í því sambandi minnir
höf. á líkingu Tagores um fiðlustrenginn. Strengurinn
liggur á borðinu. Hann er algjörlega frjáls og óbundinn-
En það kemur ekkert hljóð úr honum. En taktu streng-
inn og festu hann á fiðluna. Hann er nú bundinn, og ef
boginn er dreginn yfir hann, kemur úr honum dauft
hljóð. En strengdu hann fastar og fastar — eins strengd'