Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 48
42
Friðrik Hallgrímsson:
Prestafélagsritiö-
sem elskaði alla menn, þá hlyti hann ekki aðeins að
þjást fyrir syndir þeirra, heldur næðu líka áhrifin af
kærleika hans til þeirra allra. — Nú lítum við kristnir
menn á Jesúm sem opinberun Guðs í mannlifinu. Sé
það rétt, þá var þjáning hans lika þjáning Guðs. — En
nú segja menn: Ef Guð þjáist, þá er hann ekki fullkom-
inn, en við getum ekki hugsað okkur Guð öðru vísi en
fullkominn. — Þessi mótbára er ekki réttmæt, því að
reynslan sýnir að þeir menn eru sælastir, sem af frjáls-
um vilja leggja á sig fótnir fyrir aðra, en vansælu
mennirnir eru þeir, sem hugsa ekki um annað en eigin
hagsmuni.
Þessvegna er það, að jafnhliða endurgjaldslögmálinu
linnum við líka annað lifslögmál — lögmál kærleikans,
Það kemur þannig fram i líkamslífinu, að ef bein brotn-
ar, þá fer allur líkaminn undir eins að leggja til efni að
lækna beinbrotið. Þessa næmleika gætir minst þar sem
lífið er á lægstu stigi. Hann er ekki til hjá steinum, en
hann er til lijá jurtunum, og mestur hjá manninum. En
hjá Guði hlýtur hann að vera mestur — og liann birtist
i krossinum. Hjá Jesú verðum við líka þessa næmleika
vör á hæsta stigi; öll mannleg þjáning kom svo sárt við
hann. Hann fann til allar mannlegrar syndar og þján-
ingar sem væri það hans eigin. Hann bar syndir mann-
anna, eklci eins og ytri byrði, heldur á sálu sinni — eins
og móðir ber synd afvegaleidds sonar sins í hjarta sínu
og þolir smán og refsingu með honum.
Höf. segir í þessu sambandi sögu af indverskum em-
bættismanni. Hann var giftur mjög vandaðri og elsku-
legri konu. Svo fór hann til Norðurálfunnar til náms,
og þar lifði hann i óskirlífi. Þegar hann kom heim aftur
hélt hann fyrst því lífi áfram. En traustið og ástúðin
sem lconan hans sýndi honum, vakti svo mikinn óróa
í huga hans, að hann þoldi það ekki lengur, heldur ját-
aði fyrir henni ótrúmensku sína, þó að hann væri hrædd-
ur um að hún myndi reiðast svo, að hún færi frá honum-