Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 49
Prestafélagsritið.
Kristur og mótlætið.
43
Þegar hún heyrði þessa raunasögu, varð hún náföl og svo
óstyrk að hún varð að styðja sig við vegginn til þess að
hníga ekki niður, en tárin runnu niður vanga hennar.
Honum varð þá ljóst, að hann var i raun og veru að
krossfesta ást hennar með synd sinni. „Á þeirri stundu“,
sagði hann, „skildist mér, hvað kross Krists þýðir. Og
þegar hún sagði við mig grátandi að hún ætlaði ekki að
yfirgefa mig, heldur hjálpa mér til að byrja nýtt líf, þá
skildist mjer að í krossi Krists felst fyrirheit um nýtt líf,
og frá þeirri stundu var ég nýr maður“.
Guð er réttlátur, en hann er líka kærleikur. Af því að
hann elskar okkur svo heitt, að hann þjáist með okk-
ur, getur hann fyrirgefið okkur. Af því að hann réttir
okkur þá gjöf með gegnstunginni hendi, getum við þeg-
ið hana. — Kross Krists er tákn þess, hvað það kostar
Guð að græða þá taug, sem tengir hann við mennina,
en synd þeirra hefir slitið.
Kristniboði var að prédika um þjáningu krossins. Þá
greip Múhameðstrúarmaður fram í fyrir honum og sagði:
„Þú ert að guðlasta og gera lítið úr Guði með því að
segja að hann þjáist“. En þá svaraði Hindúi fyrir kristni-
boðann og sagði: „ Ef við eigum á annað borð að trúa
á nokkurn Guð, þá verðum við að trúa á Guð eins og
Jesús sýnir okkur hann“. Hindúinn hafði rétt fyrir sér.
Og ef við eignumst þá trú, þá eignumst við um leið nýj-
an skilning á öllu lífinu — og' þá lika því mótlæti, sem
við verðum að þola.
Guð er altaf að starfa að því, að nema burt rætur
mannlegra þjáninga. f sama anda þarf mannfélagið að
lita á þjáningar einstaklinga sinna; það þarf að læra
að slcoða þjáningu hvers manns sem sameiginlega þján-
ingu sína.
Og það er vöntun þess anda, sem er að gjöra út af
við mannfélagið. — Kínverjar nota oft þetta orðtæki:
„Það er ekki á líkama mínum“, og með því eiga þeir