Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 50
44
Friðrik Hallgrímsson:
Prestafélagsritið.
við það, að þeir beri ekki ábyrgð á einhverju. Einu sinni
sá kona þar í landi afarreiða tengdamóður vera að drasla
ungri tengdadóttur sinni fram á árbakka, til þess að
hrinda henni út í ána. Konan bað þá, sem á horfðu, um
að bjarga ungu konunni, en þeir svöruðu: „Það er ekki
á likama mínum“ og skiftu sér ekki neitt af þessu. —
Mörg dæmi nefnir höf bæði frá Austurlöndum og Vest-
urlöndum, sem sýna, hvernig skorturinn á meðvitund
um það, að mannfélagið er einn líkami, er að eyðileggja
mannfélagið á fjölmörgum sviðum.
Jesús vildi vekja hjá mönnum þessa samúð með öll-
um. Og sjálfur er hann ímynd hennar, því að hann tók
að sér þjáningar allra manna og syndir. Og þegar hann
sagði við lærisveina sína: „Þetta er líkami minn, sem
fyrir yður er gefinn“, þá gjörði hann líkama sinn að
ímynd þess innra lífs síns, sem vill liða með öllum og
græða alla.
Stanley Jones kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé
kenning Krists, að mótlætið sé gjöf frá Guði. Hann segir
að sterk og heilbrigð skapgerð mótist ekki hjá manni
öðruvísi en fyrir áreynslu og baráttu. Og að Guð ali
venjulega þá menn, sem hann ætlar að láta vinna verk
fyrir sig, upp i einhverjum mótlætisskóla.
í siðasta kafla bókarinnar bendir höf. á það, að Krist-
ur hafi falið lærisveinum sínum vandaverkið mesta,
sem mönnum hefir verið fyrir trúað. En verkið er þetta:
Að breyta öllu þvi fyrirkomulagi lífsins, sem byggist á
ágirnd, eigingirni og óbróðurlegu hugarfari í annað nýtt
fyrirkomulag, sem byggist á kærleika, starfsamri sam-
úð og bróðurhug. — Og þess vegna eigi frumtónninn í
lífi kristins manns að vera hugrökk trú. — Hann veit að
sjrnd og þjáning og dauði eiga ekki að vera seinustu orðin
í sögu mannkjmsins, heldur andstæður þeirra, góðleikur,
gleði og líf.
Jesús hefir barist við syndina, sársaukann og dauðann;