Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 52
Prestaiélagsritið.
MAKRÆÐI EÐA MANNDÓMUR.
Eftir Stanley Jones.
Kafli úr bókinni „Christ and human suffering“.
Jesús haí'ði verið fast að 3 árum með lærisveinum sín-
um, þeir höfðu haft hann fyrir augum sér allan þann
tíma og hugsjónir hans og andi snortið þá, þá sneri
hann sér að þeim og mælti: „Þér eruð þegar lireinir
vegna orðsins, sem ég hefi talað til yðar“. Orðin, sem
hann hafði talað til þeirra, liöfðu hreinsað þá sjálfa,
og það sem enn meira var, hann hafði hreinsað alla
lifsskoðun þeirra. Hann liafði hreinsað heiminn sjálfan,
sem þeir lifðu í.
Hann hreinsaði guðshugmynd þeirra. Margar gamlar
hugmyndir höfðu þeir orðið að rogast með, en nú létti
þvi fargi við hugsunina um ástríkan, himneskan föður
allra manna. Hann hreinsaði skoðanir þeirra á mönn-
unum, svo að nú voru ekki lengur til háir menn og
lágir, hvítir eða svartir, tignir eða ótignir, heldur var
mannkynið aðeins ein fjölskylda, þar sem Guð var fað-
irinn og allir mennirnir bræður. Hann hreinsaði lífiö
—- þvi var ekki lengur svo farið, að æskilegt væri að
losna við það. Lífið var gott og blessunin af því átti að
fara vaxandi. Hann hreinsaði það, sem likamlegt er —
það var ekki framar óvinur andans, heldur átti það að
vera helgað andlegu markmiði og gat þannig orðið afl
til andlegra framkvæmda, og þess vegna var það í sjálfu
sér bæði andlegt og heilagt. Hann hreinsaði þessa ver-
öld — menn áttu ekki að vilja komast sem fyrst gegn-
um hana, heldur skyldi stofnsett þar guðsríki á jörðu.