Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 53
Prestaféiagsdtið. Makræði eða manndómur.
47
Hann hreinsaði heimilislífið — losaði það við alt fjöl-
kvæni og frillulífi og grundvallaði það á sambúð eins
karlmanns og einnar konu með jöfnum rétti alla æfi,
unz dauðinn skildi. Hann hreinsaði trúna — hún var
ekki lengur hindurvitni og töfrar, heldur leiðin til
þess að sækja þrótt frá guðlegum uppsprettulindum til
þess að geta lifað siðgóðu lífi og unnið sigur. Hann
hreinsaði mikilleikann — hann var ekki framar fólginn
i auði né valdi yfir lifi mannanna, heldur átti sá, er
mestur var meðal þeirra, að vera þjónn allra. Hann
hreinsaði valdið — það átti ekki framar að vera talið
hervald — heldur máttur til þess að sigra ilt með góðu,
hatur með kærleika, og heiminn með þvi að bera kvala-
kross fyrir hann.
Hann hreinsaði þjáninguna. Hún var ekki lengur
vottur þess, að hjól tilverunnar hefði náð í oss, eins og
Búddha bendir á; ekki lengur afleiðing af illri breytni
vorri í fyrra jarðlífi, eins og vinur vor Hindúinn segir
oss; ekki lengur vottur um vanþóknun Guðs, eins og
rnargir menn hafa getið til á öllum öldum og hverrar
trúar, sem verið hafa; ekki lengur hyrði, sem bera á
®eð jafnaðargeði og auðmjúkleg'ri undirgefni. Hún er
meira en þetta. Þjáningin er gjöf frá Guði.
Fagnaðarerindið eitt þorir að segja þetta. Því að það
þorir að segja, að Guð þjáist lika. Það þorir meira að
segja að halda því fram, að þessi þjáning Guðs standi
ekki grunt eða aðeins um stundarsakir, heldur eigi hún
rætur djúpt í eðli Guðs kærleikans. Það heldur þvi
Ham af því, að krossinn birtir veru Guðs. Það segir
það af því, að „þjáningin er“, eins og Von Hugel*) skrif-
aÖi, „hreinust tegund af starfsemi — ef til vill eina
hreina tegundin af starfsemi“ — og vér getum ekki
Geitað því, að hjá Guði eigi hreinasta starfsmyndin
heima. Það segir það, af því að það varðar miklu, já
*) Kaþólskur guðfræðingur d. 1925.