Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 55
í’restaféiagsritið. Makræði eða manndómur.
49
Jesú sé ríkið, sem var fyrirbúið frá „grundvöllun
heims“. Ríki hans mótar hið sanna eðli og ásigkomu-
lag hlutanna.
Það hefir verið sagt, „að til sé róleg forsjón, sem
stjórni örlögum þjóðanna, hirði ekki neitt um slys og
vinni jafnt með því, sem kallað er sigur og ósig'ur, for-
sjón, sem ýti frá andstæðum og hindrunum, móti alt
ósiðferðilegt og grimt og tryggi því, sem hezt er, úrslitasig-
ur með þvi að bæla alt niður, sem veitir siðalögum al-
heimsins mótspyrnu“. Þessi orð hafa að geyma sann-
ieiksatriði — nema þar sem nefnd er „róleg forsjón“. Yið
uppsprettu alheimsins er trauðla „róleg forsjón", sem
þjáningar hans og barátta fá ekki á. Vér hugsum oss
heldur rólegan kærleika, sem lxefir lagt á sig sinn eig-
in kross með þvi að láta verða til slíkan heim, sem
þessi er.
I friðarsamningunum i Versölum voru héruð á Ung-
verjalandi fengin í hendur öðrum þjóðum landið
iimað sundur. Þar eru nú landabréf alstaðar með þess-
iun héruðum í svörtum lit og með þyrnikórónu yfir.
Þegar Guð horfði yfir heiminn við sköpunina, hlýtur
hann að hafa séð héruð í dimmum skugga þjáninga og
synda. Hann hlýtur einnig að liafa séð þyrnikórónu yfir
heiminum öllum — og það var hans eigin þyrnikór-
óna. En sú þyrnikóróna er dýrmætari f\TÍr hjarta
heimsins heldur en allar gullflúruðu valdakórónurnar.
Opinberunarbókin segir frá þeim, sem hafi borið „eins
og kórónur". Það voru ekki kórónur í raun og veru,
heldur „eins og kórónur“, en þessi þyrnikóróna er tákn
dýpsta veruleika alheimsins, og einhvern tíma munum
vér krýna hann með henni konung alls. Sú þyrnikór-
óna er trygging þess og fyrirheiti, að þessi skuggahéruð
muni verða leyst úr ánauð
„og hafrót allra alda
aftur lægja“.
Vér finnum þess vegna, að gleði vor er bygð á bjargi.
4