Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 56
50
Stanley Jones:
Presiafélagsritiö.
Vér sjáum, að alheimurinn, sem oss virtist í fyrstu ekki
einu sinni réttlátur, mun reynast þess megnugur, að frið-
þægja fyrir alt. Vér sjáum, að alheimurinn varð að vera
strangur, en hann er ekki „táradalur“, heldur „dalur
manndómsþroska“, og manndómsmenn verða menn að-
eins við áreynslu, erfiði og stríð. Vér getum ekki hrópað
upp og sagt: Af hverju hefir þú liaft mig svona? því að
hann liefir ekki enn „haft“ oss svo og svo, hann er „að-
eins á leiðinni með oss“. Og virðist oss leiðin ótæk, þá
minnumst þess, að svo framarlega sem krossinn er opin-
berun um Guð, þá hlýtur að vera stefnt að dýrlegu
marki, þvi að hann er fús til að greiða dýrasta verðið
til þess, að þvi verði náð. Ég sá einu sinni ábreiðuvef-
ara á Norður-Indlandi. Þeir sátu viku eftir viku og mán-
uð eftir mánuð þolinmóðir við að vefa eina ábreiðu.
Þar sem ég stóð og horfði á ábreiðuna, fanst mér það
fánýtt, að sitja svo lengi yfir henni, því mér virtist
hún alsett örðum og skellum og hnútum. En það var
úthverfan, sem ég sá. Þegar ég kom yfir til vefarans, sá
ég gerðina koma í ljós, en hvað hún var falleg. Hún átti
þolinmæðina skilið. Nú sjáum vér úthverfuna á því,
sem Guð liefir með höndum, og gerðin dylst á vef lians
um aldirnar. En einhvern tíma munum vér sjá það frá
lians sjónarmiði og oss furða mjög á þeirri undrafegurð
og samræmi, sem þá kemur i ljós. Nú sjáum vér örður
og skellur og hnúta. En vér sjáum líka krossinn. Það
veitir oss stöðuglyndi. Guð er góður og liann vill láta
oss verða góð. Jesús sagði við lærisveina sína: „Hjarta
yðar skelfist ekki“. Hann sagði það ekki af því, að þeir
ættu að verða verndaðir fyrir öllum erfiðleikum, heldur
af því, að þeir ættu að trúa á Guð. Trú á Guð og fyrir-
ætlanir lians til endurlausnar munu frelsa yður, því
að þeim má hreyta í afl til viðreisnar. Og sé það svo,
þá mun trúmaðurinn, jafnvel þótt heimurinn hrynji,
dvelja óskelfdur undir rústunum. Því að sannleikurinn
er sá, að í versta falli getur hann komist af án heiins-