Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 59
Prestaféiagsritiö. Makræði eða manndómur.
53
vér að hlusta, því að Guð ætlar að tala. Röddin mun
tala á þeirri stundu með öðrum hætti en hún megnar ann-
ars, því að skýið lokar alt annað úti en lætur oss vera
ein með Guði. Vér höfurn verið hugfangnir af ýmsu öðru
— og því góðu ef til vill, voru þeir Móse og Elía ekki
báðir góðir menn? — en vér höfum felt oss við sitthvað,
sem hefir margskift hug vorum og dregið úr valdi Guðs
vfir oss. Þá kemur skýið niður og vér skelfumst, er vér
komum inn í það. Auðug og mentuð hefðarkona stóð við
gröf einkabarnsins síns, og ský einstæðingsskapar og
sorgar lagðist um hana dimt eins og miðnættið. En er
hún stóð við gröfina, talaði rödd Guðs hægt til hennar.
Hún fór frá gröfinni og tók að annast börn ógiftra
mæðra og fórnaði sér fyrir það starf. Nú er hún ein-
hver mesta gæfukonan í veröldinni, því að á þessari
dimmu stund lét rödd Guðs hana skilja, að hún hefði
fest hug sinn við eiginhagsmuni, og þegar hún leit
upp með tárin í augunum, þá sá hún engan mann nema
Jesú einan. Þá blessaði hún skýið, sem hafði skírt sjón
hennar.
Mikilhæf og yndisleg kona fékk liðagigt og lá ósjálf-
bjarga við örkuml í mörg ár. En hún var ekki með öllu
ósjálfbjarga, því að hún lét hjálparleysi sitt verða öðr-
um til hjálpar. Hún lét bera sig að glugganum, sem
verksmiðjufólkið átti leið hjá til vinnu sinnar og frá
henni. Hún heilsaði þvi með ástúðlegu brosi bæði kvölds
og morgna. Þetta bros, sem það vissi, að hjartakvölin
hafði látið verða til, flutti mörgum þreyttum verka-
manni blessun á döprum dögum. Þegar hún dó, var
fjórum verksmiðjum lokað, til þess að starfsfólldð gæti
verið við útförina og vottað þökk sína þeirri sál, er gat
brosað í þjáningum. Yndislegt andlit þessarar þjáðu
konu varð mörgum eins og gluggi, sem þeir sáu dýrð
Guðs í gegnum.
Önnur kona, sem einnig varð fötluð af liðagigt, sagði
við prestinn sinn: „Ég vildi ekki skifta á þvi undur-