Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 60
54
Stanley Jones:
Prestafélagsritið.
samlega samfélagi við Krist, sem ég lifi í nú, og fullri
heilsu aftur. Þjáningarnar hafa sannarlega verið til-
vinnandi“. Skýið hafði skírt sjón hennar.
Hjón, sem voru trúboðar, mistu einkadóttur sína úr
holdsveiki. „Þetta er nú árangurinn af trúhoði okkar“,
kynnu þau að hafa sagt í ofurharmi. En þau sögðu það
ekki. Þau komu aftur til Indlands og ákváðu að gjöra
eitthvað fyrir lioldsveika menn, sem þjáðist eins og
dóttir þeirra þjáðist. Þau settu á stofn Holdsveikrahælið
Purulia, sem hefir vaxið og er orðin einhver stærsta og
bezta holdsveikra nýlendan í heiminum. Þessi dóttir dó
ekki til einskis, því að dauði hennar opnaði heimili fyrir
þúsundir, sem þjáðust með henni. Skýið, sem kom jrfir
heimili foreldranna við dauða barnsins þeirra, skírði
aðeins sjón þeirra og lét þau sjá brýna þörf, sem þau
myndu ekki hafa komið auga á, hefði þeim ekki verið
svo nærri höggvið.
Vinur minn, mjög ástúðlegur og djarfhuga Indverji,
hefir sagt mér, að hann hefði áður verið mikillátur
Brahmastéttarmaður og það jafnvel eftir að hann varð
kristinn. Honum virtist hann vera öðrum fremri fyrir
ætternis sakir. Hann hafði engan áhuga á annara mál-
um — heldur hugsaði aðeins um yfirburði sjálfs sín.
Þá bar svo við dag einn, að fullum mótorvagn hvolfdi
og hann sjálfur og aðrir, sem í honum voru, köstuðust
i einni svipan yfir brautargarðinn. Sama slysið henti
þau öll. Þegar hann skreið upp úr rofinu, varð alt í
einu breyting á honum, rann það eins og leiftur upp
fyrir honum, að hann var í órofa sambandi við allar
mannverur aðrar og átti hlut í hörmum þeirra. Hann
var bróðir allra manna, þegar hann kom út úr rofinu,
og hefir lifað svo síðan. Brahmastéttarmaðurinn sálað-
ist þann dag, en bróðirinn fæddisl. „En“, bætti hann við
og brosti, „það þurfti strand til þess að koma mér á
kjöl“. Slysfararskýið kom yfir þá alla, og úr því skýi tal-
aði röddin. Eftir það fylti Jesús jafnan hugarheim hans.