Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 66
60
Sverre Norborg:
Prestafélagsritið
höfðu mesta áhuga á honum. Og innan skamms sóttu
yfir 1200 stúdentar biblíulesturinn hjá prestinum —
Frank Buchman hét hann.
Hann fann það bæði þarna og í öðrum háskólum,
sem hann lieimsótti, að engir þarfnast kristindómsins
meir á vorum dögum en einmitt háskólastúdentarnir. En
jafnframt fann liann það, að á engum verða bygðar
meiri vonir, svo framarlega sem þeir fást til að hlusia
á það af alhug, hvað sannur kristindómur sé.
Af þessari byrjun er nú runnin einkennilega voldug
og sérstæð hreyfing. Miðstöð hennar er háskólinn í Ox-
ford og liefir hún breiðst um Evrópu, Indland, Kína.
Suður-Ameríku, Suður-Afriku, Ástralíu, Bandaríkin og
Kanada.
Enginn veit, hversu margir hafa orðið fyrir áhrifuni
hennar né hve gildi hennar hefir verið mikið; því að það
er hið mikilfenglega við þessa hreyfingu, að hún hefir
hvorki félagatal né hirðir um skipulag, heldur vill hún
blása lífsanda kristindómsins inn í mannlífið.
II.
Vér lifum á taugaveiklunartímum.
Menn hafa leitast við að koma með alls konar skýr-
ingar á þessari taugaveiklun, en þær hafa samt sem áður
ekki losað oss við hana. í heiminum eru áfram tauga-
veiklaðir heiðingjar og taugaveiklaðir kristnir menn,
taugaveiklaðir auðmenn og fátæklingar. Flest alt verður
til þess að valda taugaveiklun. En Oxfordhreyfingin
heldur þvi fram, að þessi taugaveiklun sé ekki annað en
það, að lifsangistin í djúpum mannshjartnanna konii
þannig fram nú á dögum. Menn verða taugaveiklaðir af
þvi, að viljinn er klofinn, ýmist vill hann hið góða eða
illa, ýmist eltir hann löngun sína, eða samvizkuokið legst
á hann á eftir eins og farg. Menn eru taugaveiklaðir af
því, að þeir hfa hálfu lífi — enda þótt kristnir séu; þeir
haltra á milli Guðs og heimsins, biða ósigur á ósigur of-