Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 67
Þrestaíéiagsritið. Um Oxfordhreyfinguna nýju. tíl
an og komast frá kristileg'u sjónarmiði i raun og veru
ekki úr sporunum.
Alt stafar þetta af viljaskorti. Undir viljanum er alt
komið, hann bindur eða leysir. Nútímamaðurinn veit
eklcert um það, livernig viljinn verður leystur úr ánauð,
af því að hann hefir ekki komið auga á syndina, sem
lamar viljann, en meðan hann er þræll syndarinnar,
verður vilji hans ekki frjáls né sál hans laus við ang-
ist og neyð.
Nú er það sérkennilegt við þessa hreyfingu, að hún
leitar á og segir: „Þig skortir frið. Það er af því, að
vilji þinn er í viðjum syndarinnar. Þú heldur því fram,
að vitið varni þér þess að verða kristinn, en þú veizt,
að það er ósatt. Ef þú vilt vera sannur — og það verða
allir að vilja — þá munt þú sjá, að það er önnur fyrir-
staða, sem á dýpri rætur, fyrir því, að þú verðir krist-
inn. Það leynist eitthvað í sál þinni, sem þú vilt ekki
segja skilið við og þorir ekki að játa. En fyr fær þú
ekki þann frið, sem kristindómurinn einn getur veitt.
Meðan vilji þinn er klofinn, mun gleði þín á reiki milli
angistar og léttúðar og um engan frið að ræða“.
Oxfordhreyfingin heldur því fram, að í rauninni
þarfnist nútímamaðurinn þess, að lífið verði langtum
óbrotnara. Hann er á kafi í allskonar vandamálum, af
því að hann vill ekki láta sér skiljast, að alt verður svo
ésegjanlega einfalt, ef hann þorir af fullri einlægni og
festu að herjast við þá synd, sem er honum fjötur
Uni fót.
Nútímasálarfræðin liefir kent oss, að það sé bölvunin í
lifi mannanna, að þeir reyni vitandi vits að hreiða yfir
°g gleyma atvikum, sem þeir blygðasl sín fyrir. Þeir
eiga í látlausu og vonlausu stríði við fortíð sína og gjöra
sér í hugarlund, að þeir muni fá frið, ef þeir geti að-
eins sölct dökku minningunum nógu djúpt í haf
gleymskunnar. En þeim sést yfir það, að öll sú við-
ieitni er einmitt sterkasta sönnunin fyrir þvi, að það