Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 68
62
Sverre Norborg:
Prestafélagsritið.
er ekki hægt. Menn flýja ekki skuggann sinn, af því að
þeir geta aldrei flúið frá Guði.
Nei, menn eiga að þora að horfast í augu við sekt sína
eins og hún er í raun og veru.Og dýpsta rót hennar er
sú, að menn vilja vera óháðir Guði, vilja ráða sér
sjálfir, vilja ekki það, sem Guð vill, vilja gjarnan lag-
færa ýmsa galla en ekki snúa sjer algerlega til hetra
vegar. Þeir vilja fúslega verða heiðursmenn á horgara-
lega vísu, en fá þó jafnframt að skjótast út um bak-
dyrnar, þegar þeim finst nauðsyn krefja.
Tveir stúdentar eru á gangi i garði við háslcólann i
Oxford. Annar þeirra hefir hrifist af Oxfordhreyfing-
unni og er orðinn gjörbreyttur, hinn er staddur á þeim
vegamótum, að hann berst af alefli gegn því „að tína
lífi sínu“ og kemur — eins og vant er — með öll vand-
kvæðin, sem skynsemin telur á því að verða kristinn-
Það liefir haft mikil áhrif á hann um skeið að sjá
heimslundina hverfa lijá félögum sínum og þá verða
þróttmikla kristna menn. Mest hefir það þó fengið á
hann, að þeir skuli nú vera svo innilega glaðir og óvið-
jafnanlega hreinskilnir og hafi hug og djörfung til að
segja öðrum mönnum frá breytingunni miklu, sem orð-
in sé á þeim, og að Kristur stjórni vilja þeirra.
Aðalrök lians gegn kristindóminum eru þau, að hann
geti ekki samþýðst skynsemi háskólamanns. Hann liefir
meira að segja skrifað ritgjörð, sem liann hefir nefnt:
Persónulegur Guð getur ekki verið til. Og þar hygst
hann að sanna með orðum lieimspekinga í veraldarsög-
unni, að kristindómurinn brjóti í bág við skynsemina
og enginn persónulegur Guð geti verið til.
Alt þetta segir liann félaga sínum, sem er nýorðinn
kristinn maður; þó er á honum dálítið hik, því náms-
braut hins við liáskólann er ólíkt glæsilegri en hans
sjálfs.
En hann liafði aldrei búist við þeim undirtektum, sena
hann féklc. Hann hafði húist við rökræðum um gu®'