Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 69
Þrestaféiagsritia. Um Oxfordhreyfinguna nýju.
63
fræði, trúarlærdóma og biblíurannsóknir og ætlaði þá
ekki að láta koma hjá sér að tómum kofanum. Og hann
hafði hlakkað til fjörugrar orðasennu, er þeir voru
báðir lögfræðingar.
Þegar hinn hafði hlustað á útlistanir hans á víð og
dreif, þagði hann um stund og sagði svo: „Jóhann, þeg-
ar þú verður alveg hreinskilinn við sjálfan þig og synd
þína, þá muntu líka finna þörf á Kristi, sem við höfum
fundið“.
Samræðurnar urðu ekki lengri, því að Jóhanni varð
orðfall.
Ég heyrði hann seinna segja frá þessu sjálfan á fundi
í Oxford, og hann bætti því við, að það, sem hefði brotið
alla mótspjrnu hjá sér á bak aftur, liefði verið það, að
hann hefði orðið að játa, að það væri í raun og veru
aumlegast við sig, að hann væri ekki hreinskilinn við
í'jálfan sig. Hann varð að kannast við það, að mótþrói
hans var runnin af persónulegum rótum, en ekki frá
i'kynsemisrökum. Synd i leynum var honum fjötur um
fót. En nú var alt orðið nýtt. Nú hafði hann öðlast
reynsluna, sem honum liafði verið sagt frá í háskólagarð-
hium. Ivristur var orðinn drottinn lífs hans.
III.
Oxfordhreyfingin leggur sérstaka áherzlu á það, að
oienn skuli játa syndir sínar fyrir öðrum mönnum og
baeta úr þeim eftir því, sem auðið sé, þ. e. a. s. hún held-
Ur fram gildi skriftamála einnig fyrir evangelska kristni.
>;En er þá ekki nóg“, kynnu einhverir að spyrja, „að
Játa syndir sínar fyrir Guði og fá fyrirgefningu hans?“
Sá, sem hefir verið á fundi Oxfordhreyfingarinnar,
Veit það, að hvergi er lögð sterkari áherzla en þar á
boðskapinn um endurlausn Krists. En engu að síður
heldur hreyfingin því fram, að flestir menn öðlist meiri
festu og styrk við það, að játa ekki aðeins syndir sínar
f^ammi fyrir augliti Guðs heldur einnig fyrir öðrum