Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 70
ö4
Sverre Norborg:
Prestafélagsritið.
mönnum; það sé liolt og gott að fylgja bókstaflega
heilræðinu í Jakobsbréfi, að játa syndir sínar hver fyr-
ir öðrum.
Þeim manni hverfur löngunin til mikillætis, sem segii'
öðrum frá því, hversu mjög sér sé ábótavant. Og þeir,
sem lifa þannig saman, munu reyna, að í þvi andrúms-
lofti þrífst ver en annarsstaðar bakmælgi, metingur, öf-
und og yfirborðsvinátta.
Ýmsir liafa haldið því fram, að með þessu væri Ox-
fordhreyfingin komin út á hættulega braut. Fundirnir
gætu orðið ömurlegir og ófagrir, þar sem menn væru að
skýra frá illri og ljótri breytni, en uppbygging lítil eða eng-
in. Hugsanirnar snerust miklu meira um syndina en
um Krist.
Á öllu þessu hefir hreyfingin sjálf næman skilning. Hún
brýnir það einnig fyrir mönnum si og æ, að skriftamál-
in eigi altaf að vera borin fram undir fjögur augu, eins
og vinur segi vini. Það eru með öðrum orðum skriftamál
í einrúmi — einkaskriftir, sem áherzlan er lögð á.
Á opinberum samkomum má aldrei segja neitt það,
er vekur vandræði. Ég man einnig eftir þvi á sam-
komu, að einn af leiðtogunum beindi þeirri spurningu
til áheyrendanna, hvort nokkur þeirra liefði nokkuru
sinni heyrt það bera á góma á fundi, er ekki sómdi
kristnum mönnum að ræða um. Þarna var liópur af á-
heyrendum, sem töldust ekki til lirejdingarinnar en
höfðu þó verið á mörgum fundum. Þeir stóðu upp og
lýstu því yfir, að þeir liefðu aldrei lieyrt neitt það, sem
ekki bæði sómdi vel og væri uppbyggilegt.
Að loknum fundi í Cambridge gekk ég um kvöld heim
til eins af forustumönnum hreyfingarinnar. Við töluð-
um um þörfina á skriftamálum og hvernig þeim skyld1
haldið innan réttra takmarka. Tók hann þá þrent frann
er liann taldi mestu máli skifta.
1. Menn eiga að biðja anda Guðs að leiða sig til þesS
manns, er þeir þurfi að tala við. Og þegar þeir tveir