Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 71
Prestaféiagsrítið. Um Oxfordhrej'finguna nýju.
65
hittast, þá verða skriftamálin ekki á kaþólska vísu,
þannig að annar yfirheyrir hinn. Það er yfirleitt ekki
spurt um annað en það, sem þörfin knýr manninn til
þess að segja, eða Guð blæs honum i brjóst. Og báðir
vita þeir það glögt á þessari stundu, að þeir hafa brotið
mikið og margt við föður sinn á himnum.
2. Af þessu leiðir það, sem áður er sagt, að skriftirnar
eru einkamál og trúnaðarmál. Það, sem þeir tveir hafa
talað saman fyrir augliti Guðs, fer vitaskuld aldrei fleiri
manna á milli. Aðalvandkvæðin eru i þvi fólgin, eins og
vér vitum öll, að á vorum dögum er svo óendanlega
sjaldhittur sá maður, sem vér getum treyst fullkomlega,
en það er grundvallarskilyrðið fyrir því, að skriftamál
geti átt sér stað manna í milli.
3. Loks mega skriftamálin ekki á nokkurn hátt brjóta
á móti lögum kærleikans. Þess vegna geta skriftamálin
ekki verið i því fólgin að segja frá syndum annara. Hver
maður stendur og fellur sínum herra.
Af þessu er það ljóst, að höfuðverkefni Oxfordhreyf-
ingarinnar er í þvi fólgið, að endurvekja skriftamálin í
evangelsku kristnilífi. Og það verkefni er mikið og
fagurt.
Saga sú frá Oxfordhreyfingunni, er hér fer á eftir,
sýnir það, hvernig hreinskilni við menn getur orðið
þeim til ómetanlegrar hjálpar.
í einni af stórborgum Englands átti heima vellauðug-
ur og framkvæmdasamur kaupsýslumaður. Hann var
kristinn að nafninu til, en í rauninni hafði ekki borið
sérlega mikið á kristindómi í verzlun hans. Dag nokk-
lirn hitti hann fylgismenn Oxfordhreyfingarinnar, og
varð það til þess, að hann gjörbreyttist til hins betra.
Hann kom auga á það, að það var heimilislíf hans, sem
einkum varnaði honum þess, að verða kristinn maður,
°g hann talaði um það við konu sína af fullri hrein-
^kilni, hvað hann hefði unnið mikið ilt með kaldlyndi
sinu heima fyrir. Kona hans hafði ekki heldur verið
5