Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 72
66
Sverre Norborg:
Prestafélagsritið.
kristin nema að nafninu; hún hafði lengi fundið til
þess, að sambúðin var önnur en hún átti að vera, en alt-
af verið þagað. Nú töluðu þau hjónin út og sættust lieil-
um sáttum. Alt, sem í milli hafði horið, skyldi fyrirgefið
og gleymt. Þau tóku á ný að lifa eftir lögmáli kærleik-
ans. Vorhlær fylti heimilið. Alt varð nýtt.
Svo bar það við nokkuru síðar, að einn af skrifurum
kaupmannsins kom til lians og spurði, livort liann gæti
fengið sig lausan noklcurar klukkustundir, liann þyrfti
að skreppa til málfærslumanns. Og þegar liann var
spurður um erindið þangað, þá svaraði hann, að hann
ætlaði að sækja um skilnað við konu sína; hún myndi
hafa felt hug til annars manns.
Þá sagði kaupmaðurinn skrifaranum hlátt áfram og
hreinskilnislega frá erfiðleikunum, sem hann liafði sjálfur
átt við að stríða á sínu heimili, og hvernig alt hefði snúist
til góðs, þegar Kristur hefði sýnt honum, livaða sök hann
ætti á þeim, og knúð hann til að játa það fyrir konunni
sinni. Hann sagði ennfremur frá þvi, að af þessu hefði
leitt miklu innilegra og dýpra samlíf i kærleika en þau
hefðu nokkuru sinni lifað áður. Síðan spurði hann skrifara
sinn, hvort liann héldi ekki, að misklíðin heima hjá hon-
um kynni að geta stafað af því, að hann liefði ekki verið
sá heimilisfaðir sem skyldi og sökin lægi þannig hjá
honum.
Skrifarinn fór ekki til málfærslumannsins. Sök heit
sekan. Hann leitaði Guðs, sem liann hafði trúað á barn,
og svo fór hann til konunnar sinnar og sagði henni alt;
liann hefði fyrst hugsað sér að fara til málfærslu-
manns, en þá liefði húsbóndi lians reynst sér fyrsti sálna-
hirðirinn, sem hann liefði liitt á æfi sinni, og nú yrði
hann að biðja liana fyrirgefningar á sundurþykkjunni
þeirra í milli, því að það væri sér að kenna. Heimih
þeirra hjóna reis síðan úr rústum. Það varð snortið af
sama anda og heimili kaupmannsins áður.
Þessi saga sýnir oss hugprýði Oxfordhreyfingarinnar.