Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 73
Prestaféiagsritið. Um 0\foi'dlirevfijiguiia nýju.
67
Menn þora að vera alveg hreinskilnir og segja blátt á-
fram frá þeim erfiðleikum, sem þeir eiga við að stríða,
og hvernig Kristur hjálpi þeim til að sigrast á þeim.
Það þarf hug til að gera þetta. Skrifarinn hefði getað
farið til allra á skrifstofunni og sagt þeim frá misfellun-
um á hjónabandi húsbónda þeirra og síðan til mál-
færslumannsins og sótt um skilnað. Og þá hefðu menn
brosað að einfeldni kaupsýslumannsins.
Þetta er raunin, sem á að sýna það, hvort mönnum sé
full alvara að verða kristnir eða ekki. Ef þeir vilja
verða öðrum til hjálpar, þá verða þeir að vera fúsir til
þess að þola háð og tefla í hættu heiðri sínum og áliti.
Minna getur það ekki kostað að lifa sigursælu kristnu
lífi. Oxfordhrejdingin þekkir mörg dæmi þess frá öll-
um heimsálfum og úr öllum stéttum, að einmitt þessi
hreinskilna og djarfa framkoma við menn í erfiðleik-
um og nauðum gjöxár óskiljanleg kraftaverk, menn öðl-
ast náð til þess að verða öðrum til hjálpar. Og þegar
menn sjá, hvernig Guð notar þennan einlæga og per-
sónulega vitnisburð manna í milli til þess að veita hjálp,
þá vekur það þeim traust á því, að þetta sé að lifa post-
ullegu lífi í syndþjáðum mannheimi. Mér virðist liug-
prýðin, sem stendur á halc við slikt líf, eitt hið fegursta,
er ég hefi séð í kristninni.
IV.
Hljóð stund á hverjum morgni veitir að dómi Oxford-
hreyfingarinnar þrótt til þess að geta orðið öðrum að
liði. Þá eiga menn að lesa í Bibliunni, biðjast fyrir og
hugleiða, hvað Guð feli þeim að vinna þann dag. Og
hvers skyldi vera meiri þörf á þessum eirðarleysistím-
um, þar sem svo lítt er hirt um að hlusta á það, hvað
Guð vilji? Þær hugsanir, sem Guð vekur, á svo að leitast
við að framkvæma. Hann minnir á það, að koma skuli til
einhvers ákveðins manns, bréf skrifað, rétt hjálparhönd
5*