Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 74
68
Sverre Norborg:
Prestafélagsritið.
í verki, bætt fyrir yfirsjónir, eða eitthvað annað, sem
ekki tjáir upp að telja.
Þessi daglega umgengni við Guð veitir skilning á því,
að ekkert sé tilviljun í lífinu — heldur ráði handleiðsla
Guðs bæði i stóru og smáu. Þannig verður lífið fult af
æfintýrum, já, það sem meira er, það verður samfeld
opinherun um föðurforsjón Guðs og framkvæmd á hugs-
unum hans.
Fernt er það, sem veitir einkum hjálp til þess að koma
auga á vilja Guðs:
Ritningin.
Samvizkan.
Hugsanaleiftur. •
Viðleitni til þess að eignast lunderni Krists.
Síðan þegar komið er úr svefnhúsinu út í háreysti
veraldarinnar, þá halda kringumstæðurnar áfram að
veita lijálp.
Þessi djúpi skilningur á stjóm Guðs og handleiðslu i
daglegu lifi er að skoðun Oxfordhreyfingarinnar post-
ullegi kristindómurinn endurborinn. Vér eigum að lifa
eins og postularnir, ekki aðeins kenna eins og þeir. Ef
vér viljum trúa að hætti postulanna á beina handleiðslu
Guðs á lífi og starfi kristinna manna, þá munum vér
lifa það, að kraftaverkatímarnir eru ekki liðnir. Guð
heldur fyrirheit sín, aðeins að vér viljum lifa í trausti
til þeirra.
Ég gleymi aldrei fyrstu fundum mínum við mann, sem
Oxfordhreyfingin liafði gjörhreytt. Það var í járnbraut-
arlest í Vesturheimi. Hann var bankastjóri og tók mig
tali, samferðamann sinn. Störf hans voru háð fjármál-
um og framkvæmdum heimslífsins eirðarlausa, en yfir
allri persónu hans var djúpur friður. Tal hans var blátt
áfram og hugsanir lians djúpar. Alt líf hans var orðið
undur, sagði hann, undur Guðs. Hvar sem hann færi,