Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 75
Prestaféiagsritið. Um Oxfordlireyfinguna ný.ju.
69
leiddi Guð hann. — Ein frásaga hans hafði sérstaklega
djúp áhrif á mig: Hann sat um morgun á hljóðri til-
beiðslustund, þá sagði rödd Guðs við hann: „í dag átt
þú ekki að aka i bíl til bankans, heldur ganga. Ég ætla
að sýna þér mann“.
Bankastjórinn lagði því af stað fótgangandi. Það var
45 mínútna gangur til bankans. Hann litaðist alstaðar
á leiðinni um eftir manninum. En það kom fyrir ekki.
Hann kom inn í borgina og átti aðeins þriðjung vegar
eftir til bankans. — Þá kom maður fyrir götuhorn. Rödd-
in sagði: „Þetta er maðurinn“.
Bankastjórinn gekk til ókunna mannsins og spurði:
„Eigið þér í erfiðleikum ?“ Jú, hinn átti það. „Ég veit
það, Guð sagði mér það í morgun“. Guð — hinn trúði ekki
á neinn Guð. „Vantar yður vinnu?“ „Já — óneitanlega“.
„Hafið þér verið atvinnulaus lengi?“ „í 20 ár“, sagði
ókunni maðurinn og var hik í rómnum. „Gott og vel, þá
þurfið þér að byrja þegar í stað; getið þér hjálpað varð-
stjóranum í hankanum mínum eitthvað til?“ Þá leið
glatt bros yfir þreytulegt andlitið á ókunna manninum.
Og hann varð samferða bankastjóranum til bankans,
léttur í spori. — Síðari hluta dagsins rétt fyrir lokunar-
tima fékk bankastjórinn orð frá nýja starfsmanninum,
hvort hann mætti hafa tal af honum augnablik. Honum
var boðið inn í einkaskrifstofu bankastjórans. Hann
þurfti að segja honum frá dálitlu. Fyrst og fremst yrði
hann að játa það, að hann efaðist ekki lengur. Hann
tryði á Guð. Hann hefði fundið hann við þetta óskiljan-
lega atvik, sem hefði komið fyrir í morgun. En hann vildi
nú þakka fyrir sig, liann ætlaði að hætta. Félli honum ekki
vinnan? Eða hvað væri að? Þá sagði ókunni maðurinn,
að hann hefði raunar haft vinnu siðustu tuttugu árin,
en það hefði verið innan fangelsismúra. Hann liefði
komið út fyrir þrem dögum. Hann hefði verið sekur
um rán og manndráp.
„Hann fór ekki“, sagði bankastjórinn og stóðu geisl-