Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 78
Prestafélagsritift.
VILHELM BECK.
Eftir séra Bjarna Jónsson.
Um síðustu aldamót voru engin dagblöð hér á landi,
enginn sími, engar útvarpsfréttir. Fréttirnar bárust i
vikublöðum og sendibréfum. Það leið langur timi frá
því eitthvað bar við og þangað til það fréttist um land
alt, og auðvitað urðu blöðin, sem svo sjaldan kornu út,
að takmarka rúm handa fréttunum. Það má nærri geta,
að það var ekki hægt að geta um annað en hið merkasta.
En þá þótti það samt sjálfsagt, að öll blöð flyttu þá
fregn, að prestur einn, sveitaprestur i Danmörku, Vil-
helm Beck, væri látinn.
Prestur þessi fékk þó ekki einróma lof, er á hann var
minst í blöðunum hér lieima. En samt gátu menn ekki
annað en dáðst að krafti hans, og menn urðu að játa,
að hér hefði verið meira en meðalmaður á ferðinni. í
einu blaðinu segir svo: „Það má segja, sem satt er, að
af öllum helvítis-prédikurum og brennisteinspostulum í
þeim flokki meðal Dana, var Beck sá eini nálega, sem
maður gat hlýtt á og lesið — oft sér til skemtunar. Því
olli það, að maðurinn var fyndinn og alls ekki andlaus“.
Eitt blaðið talar um, að eftir hann liggi mikið lífsstax’f
til viðreisnar kristilegu trúai’lífi í Danmörku. I öðru
blaði er talað um hans afarmiklu, en að mörgu leyti ó-
heppilegu áhrif á trúarlífið i Danmörku“. En þvi er bætt
við, að jarðarför hans hafi farið fram með mikilli við-
höfn, meir en hundrað prestar hafi staðið yfir mold-