Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 79
Prestafélagsriiið.
Vilhelm Beck.
73
um hans, þar hafi Sjálandsbiskup verið og helztu leið-
togar kirkjunnar, og þúsundir manna hafi fylgt honum
til grafar.
Þegar þessi dánarfreg'n barst hingað, var ég í 6. bekk
latínuskólans, og man ég, að mikið var þá talað um Vil-
helm Beck,og fáir þorðu víst að fara lofsamlegum orðum
um hann. En eitt kom mönnum saman um, að Beck
hefði ekki verið pokaprestur. En mörgum hefir þó lík-
tega fundist, að réttast væri að tala sem minst um hann,
og bezt, að hann gleymdist sem fyrst.
Það eru nú rúm 32 ár frá því hann dó, og það er fjarri
því, að nafn hans hafi gleymst.
Af mörgum var liann nefndur helvítis-prédikari, of-
stækismaður og þvíuml. Nú er málverk af honum á
luyndasafni því, er sýnir hina merkustu menn Danmerk-
ur, er sú mynd í þjóðsafninu í Friðriksborgarhöll. Minn-
ingarsteinn með bronsemynd hans er á Himmelbjerget,
var sú mynd afhjúpuð á 100 ára afmæli hans. í garði
einum rétt hjá prestssetri hans er steinn með áletruðum
helztu minningardögum æfi hans.
Bækur og fjölda margar blaða- og tímaritagreinar
hafa verið ritaðar um hann, og nafn hans og æfistarf
Qefnt í alfræðiorðabókum.
Hvað er þá að segja um þenna mann, sem í 40—50 ár
var sveitaprestur í Danmörku, og hvert mannsbarn
kannaðist við?
Vilhelm Beck var prestssonur, fæddur 30. des. 1829 í
Orslevprestssetri á Sjálandi. Faðir hans var röggsamur
prófastur, og var andleg lífsstefna gamla prestsins mót-
af skynsemistrúnni, Rationalismen. Segir Vilhelm
Beck svo frá, að á æskuheimili sínu hafi hann ekki orð-
ið fyrir vekjandi, kristilegum áhrifum. Ellefu ára var
hann, er faðir hans fluttist til Uby nálægt Kalundborg
0 Norður-Sjálandi, og 13 ára, er hann var settur í latínu-
skólann í Slagelse, og var þar óspart notuð barsmíðar-
aðferðin við kensluna.