Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 81
Prestafélagsritið.
Vilhelm Beck.
75
fékk hann, sem á sinni tíð var mesti prédikari Danmerk-
ur, 2. einkunn.
Samkvæmt ósk föður síns lagði hann stund á guðfræði-
nám, og á háskólaárunum varð hann fyrir miklum áhrif-
um. En hjá hverjum? Hjá Páli postula. Nýr heimuropnað-
ist honum. Um sama leyti las hann rit Sören Kirkegaards,
með hinum ákveðnu kröfum til þeirra, sem vilja vera
lærísveinar Krists, en um leið ákvað hann, við lestur þess-
ara bóka, að verða ekki prestur. Það þyrfti svo mikið til
þess að verða prestur, og þetta mikilvæga ætti liann ekki.
En nú rann upp heiUastundin i lífi hans. Trúna eignaðist
hann, varð hann ákveðinn, kristinn maður. En staðráðinn
var hann í þvi að verða ekki prestur. Varð hann þá kenn-
ari í Kalundborg.
En nú bar svo við, að faðir hans, sem var orðinn gam-
all og farinn, fékk slag, og varð því að fá sér aðstoðar-
prest, og bárust nú böndin að Beck. Hann gat ekki neit-
að föður sínum. Gjörðist liann nú aðstoðarprestur föður
sins, og tók við því starfi vorið 1856.
Fyrstu mánuðina voru að jafnaði í kirkju hjá honum
5—10 manns. Þá fór hann og heimsótti fólk og bað það
að koma. Vegna prestsins kom svo eitthvað af fólki í
kirkju. Það kom brátt í ljós, að starf unga prestsins stjórn-
aðist af miklum áhuga. Fór nú að lifna yfir starfinu.
Unga fólkið fór að koma í kirkju, og breyting varð á sál-
arlífi prestsins sjálfs. Hann segir sjálfur svo frá, að það
hafi verið ýms vandamál, sem snertu hann sjálfan og
fjölskyldu hans, og þegar hann dag einn var á gangi úti
i garði prestssetursins urðu þessi heilögu orð svo skýr fyr-
ir huga hans: „Án mín getið þér alls ekkerl gjört“. Þá
sagði hann við sjálfan sig: „Aðeins af náð, alt af náð“.
Þetta var afturhvarfsstundin i lífi hans. Frá þessu hvarfl-
aði hann aldrei. Þetta var til síðustu stundar kjarninn í
prédikun hans, að benda á og tala um náð Drottins. Þetta
var kjörorð hans: „Af náð Guðs er ég það, sem ég er“.
Menn tóku eftir liinni andlegu breytingu, og nú var ekki