Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 84
78
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
72 umsækjendur um brauðið. Hann var yngstur þeirra
allra, en svo mikið álit var á liinum snjalla prédikara og
ötula starfsmanni, að honum var veitt brauðið.
Starfsstofa lians á prestssetrinu var i herberginu, þar
sem liann fæddist, þar sem vagga lians hafði verið, var
skrifborð hans i 26 ár. Móðir hans bjó hjá honum. Þegar
búið var að koma öllu i lag eftir flutninginn, og Beck
sat í fyrsta sinn við skrifborðið á hinum nýja stað, kom
móðir hans inn i herbergið, faðmaði son sinn að sér og
sagði: „Þar sem þú nú situr fæddist þú, elsku harn“-
Beck segir svo: „Það var mikil náð, sem Guð veitti mér,
að ég skyldi fá að vera daglega i þessu herbergi, þar sem
ég fæddist til þess starfs, sem Guð hafði útvalið mig til
að framkvæma, og mega ganga úr því herbergi út í kirkj-
una, þar sem Guð gaf mér anda sinn fyrir laug endur-
fæðingarinnar“.
Prestssetrin eru oft annáluð fyrir gestrisni, og' sögurn-
ar geymast enn um gestrisnina í Örslev. Þar voru 8 gesta-
herhergi, og altaf fjöldi af gestum. Það gladdi Beck mjög,
live margir heimsóttu hann. Sjálfm- stjórnaði hann bú-
inu; hafði hann mótekju mikla, og sagði: „Jeg er den
störste Törvetriller i mit Sogn“, en Törvetriller þýðir
mókarl, en líka þumhari, durtur.
Það má nærri geta, að lijá Beck voru ekki messuföll-
Það voru guðsþjónustur og altarisgöngur í kirkjunum,
guðsþjónustur í samkomuhúsum og í hinum ýmsu félög-
um. Þess á milli var hann á sífeldu ferðalagi, og hann á-
kvað að svara altaf játandi, ef hann væri beðinn að
prédika. Hann talaði oft i Kaupmannahöfn, og þegar
mentamennirnir, sem lineigðust að fríhyggjustefnunm,
háðu liann að tala í stúdentafélaginu „Studentersamfun-
det“, sagði hann þegar já, og talaði þar máli kristindóms-
ins. Mönnum leiddist ekki þegar hann talaði. Það voru
merkir menn, sem sögðust hlusta á hann í 2 klukkuthna,
og óska þess, að hann héldi áfram.
Það vita allir nú, að starf hans var í því fólgið að vekja