Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 86
80
Bjarni Jónsson:
Prestafélagsritið.
staddur suður í Karlsbad. Bærinn er í djúpum, þröngum
dal, og á báða vegu eru brattar fjallshlíðar, og ferSamenn
leita til tindanna til þess aS hafa gott útsýni. Tindarnir
heita ýmsum einkennilegum nöfnum. Einn heitir „Ewiges
Leben“ þ. e. „eilíft líf“. ÞaS er erfitt aS komast upp þang-
aS. En útsýnið er undursamlegt, loftið lieilnæmt, og frið-
sælt er að dvelja þar í næði. ÞaS er hægt að komast þang-
að í vagni, og einn af gestunum á liótelinu sá, að á vagn
einn var letrað: „Zum ewigen Leben“. Hann settist inn í
vagninn. En liann sat þar nær heila klukkustund, en ekki
fór vagninn af stað, og spurði þá maðurinn vagnstjórann,
hverju þetta sætti og fékk svarið: „Ég fer ekki til eilífa
lífsins með aðeins einn farþega“. Þá tók maðurinn það
ráð að fara fótgangandi, leggja á sig erfiðiS, og fékk svo
að njóta hins fagra útsýnis.
Út frá þessu flytur Beck þá prédikun, að margir haldi,
að það sé nóg til þess að ná til liins eilífa lífs að setjast
inn i vagninn Omnibus, sem þýðir „lianda öllum“. GuSs-
ríki sé lianda öllum, það komi alt af sjálfu sér, það sé
nóg að fá sér rólega sæti í „Omnibussen“ og þá komist
menn fyrirhafnarlaust til liins eilífa lifs.
En það getur komið sú stund í lífi mannsins, að hann
hrökkvi við og sjái, að vagninn stendur kyr. Þá er ekki
annað að gera en að ganga sjálfur mjóa, þrönga veginn,
sem liggur til eilifs lífs, ná tindinum, njóta friðar og g'leði,
og anda að sér nýju, hreinu lofti. ÞaS verður hver og einn
að ákveða með sjálfum sér, að hanu ætli til hins eilifa
lífs.
Það yrði langt erindi, ef lýsa ætti prédikunum Becks.
Hann prédikaði sjálfur og hvatti aðra til að prédika, og
sendi f jölda manna út til starfs í hinu nánasta sambandi
við kirkjuna. Frá hendi hans eru 3 postillur, eitt hindi af
völdum prédikunum, húslestrabók, aragrúi af einstökuin
prédikunum og hugleiðingum. Hann var ritstjóri þriggja
timarita, skrifaði margar bækur og blaðagreinar, og gaf
út feiknin öll af fyrirlestrum. Ein postillan var seld í