Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 87
Prestafélagsritið.
Vilhelm Beck.
81
16000 eintökum á fáum árum, önnur í 10000 eintökum.
Það má segja, að á árunum 1862 til 1901 lcomi frá hendi
hans óslitin röð af prédikunum og fyrirlestrum.
Þetta kirkjustarf náði yfir alt landið. Bygð voru fyrir
tilstilli Becks 400 safnaðarhús. Hvað væri sagt um lækni,
sem léti reisa jafnmörg sjúkrahús? Væri kennari dæmdur
fyrir ofstæki, ef fyrir áeggjan hans væru bygð 400 skóla-
hús? Eitt sinn heyrði ég Höffding prófessor segja i fyr-
irlestri, að það sem einkendi trúarstefnu Becks og þeirra,
er honum fylgdu, væri starf, aktivitet.
Það var gjört meira en að prédika og byggja samkomu-
hús. Lýðháskólar voru settir á stofn, má t. d. nefna lýð-
háskólann í Haslev, Börkop, Nörre Nissum, Horne, Hop-
trup o. fl.
1 nánu sambandi við þetta starf er kirkjubyggingar-
starfið í Kaupmannahöfn og fleiri bæjum. 1 liöfuðborg
Danmerkur er frá 1890 búið að byggja 40—50 kirkjur.
Ennfremur má nefna hin kristilegu gistihús í Kaupmanna-
höfn og víðar, sjúkrahús og heilsuhæli, og í sambandi við
alt þetta heimastarf er útbreiðslustarf kristninnar í öðr-
um löndum, það fé og það mannval, sem danska kirkjan
leggur til trúboðsstarfsins. Þá má ekki gleyma sunnu-
dagaskólunum og hinni margþættu æskulýðsstarfsemi.
Hvað sem um Beck má segja, þá er rétt að segja það,
sem satt er, að hann var vakandi, lifandi í trú, stáliðinn, sí-
starfandi, og gagnvart mönnunum hvorttveggja, ákveðinn
og mildur, einarður og sáttfús, iðandi af andlegu lífsfjöri.
A umræðufundi einum sagði Beck einhverja fyndni.
Andstæðingur hans sagði i ræðu: „Já, það er auðvelt að
segja fyndni, það er enginn vandi að verja sig á þann
hátt“. Þá greip Beck fram í: „Ó, lofið okkur þá að heyra
eina“.
Vilhelm Beck andaðist í Örslev 30. sept.1901, og hafði
verið mikið veikur undanfarnar vikur. Skömmu fyrir
dauða sinn klæddist hann; hann gat ekki gengið, en var
ekið til kirkju, og leiddur af vinum sínum inn kirkju-
6