Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 89
Prestafélagsritið.
FRÁ HEMAVISTARSKÓLA.
Greinin, sem hér fer á eftir, er kafli úr einkabréfi, og er höf-
undurinn beðinn aö afsaka, aS hann skuli vera birtur. En ástæS-
an til þess er sú, aS PrestafélagsritiS vill benda á, hvert starf
muni vera unniS í kyrþey af ýmsum kennurum á landinu, og
hversu æskileg sé samvinna viS slíka menn af hátfu presta og
foreldra og annara þeirra, sem kristindómi unna.
Skólinn starfar í sex mánuði. Börnin eru i tveim deild-
um, eldri og yngri, og aðeins önnur deildin i skólanum í
einu. Hvert barn á að vera þrjá mánuði við nám. Öll eru
börnin í heimavist, eru þau með flesta móti nú, svo að
skólinn rúmar ekki fleiri.
Það er að ýmsu leyti bindandi og ábjTgðarmikið starf
að vera kennari við heimavistarbarnaskóla. Það er ekki
einungis í kenslustundunum, sem ég er bundinn við að
hugsa um börnin, heldur verð ég, ef vel á að vera, að hafa
vakandi auga með þeim allan tímann frá því þau fara á
fætur á morgnana og þar til þau fara að hátta á kvöldin.
En það er langt frá, að ég kvarti yfir þessu, því að ég sé
ekki eftir þvi, sem ég legg á mig fyrir bömin, enda á ég
margar ánægjustundir með þeim. Ekki einungis í kenslu-
stundunum, heldur lika þar fyrir utan. Ég hefi reynt, eftir
því sem ég hefi vit og orku til, að skapa börnunum hér
gott heimili. Ég get auðvitað ekki dæmt um það, hvernig
það hefir tekist, en mér er óhætt að fullyrða, að það er
undantekning, ef barn líður af heimþrá hér. En það er
nú sjálfsagt mikið konunni að þakka, sem er hér ráðs-
kona. Hún er svo nærgætin og umhyggjusöm um bömin.
6*