Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 90
84
Frá heimavistarskóla.
Prestafélagsritiö.
Ég hefi reynt, eftir því sem ég hefi getað komið við, að
sameina starf og nám hjá börnuhum. Starf er auðvitað
oftast nám líka og nám starf, en þó held ég að betur væri
hægt að samræma þetta en víðast er gert í skólum. Ég
ætla mér alls ekki þá dul, að ég liafi fundið nokkuð nýtt
í þessu efni. Ég hefi aðeins reynt að taka það upp, seni
ég liefi séð bezt hjá öðrum.
Mig langar til að segja frá því í fám orðum, hvernig
skólalífinu er háttað hér. Börnin eru vakin kl. 8. Þá fara
þau að klæða sig, taka til í herbergjum sínum, þvo sér og
greiða. Síðan borða þau morgunverð. Þessu öllu er lokið
kl. 9, því að þá byrja tímar og er kent til kl. 12. Fyrsta
tímann á morgnana byrjum við með því að syngja sálm.
Kl. 12 er borðað. Þá er klukkutíma hlé á kenslunni. Þeg-
ar búið er að borða, hjálpa börnin ráðskonunni við að
taka af borðinu og þvo upp, og þá snúast þau líka við
ýms önnur verk. Kl. 1 er aftur byrjað að kenna, og þá er
kent til 3. Kl. 3—4 er leiktími. Þegar veður leyfir, fara
börnin þá út til að leika sér, en að öðrum kosti una þau sér
inni við leiki eða dansa. Þau hafa sérstaklega gaman að
vikivökum, sem ég hefi kent þeim. Kl. 4 drekka börnin
„kakaó“. Kl. 4—7 lesa þau undir næsta dag og reikna.
Ennfremur læt ég þá börnin, sem verst eru læs, hafa
lestraræfingar. KI. 7 er borðaður kvöldverður. Að því
loknu hjálpa sum börnin við uppþvott, en önnur leika
sér. Kl. 8—9 les ég upphátt fyrir börnin. Þau safnast þá
öll saman með vinnu sína og hlusta á lesturinn. Drengirnir
gera bursta og vefja hluti úr basti, en stúlkurnar sauma.
hekla eða prjóna. Fáar stundir á ég hugþekkari með börn-
unum en þessar kvöldvökur. Þá rikir þögull fögnuður,
sem sprettur af vinnugleði og því sem lesið er. Að lestr-
inum lolcnum leika börnin sér um stund. Stundum hlust-
um við líka á útvarpið, en það er ekki nema stundum, sem
börnin hafa ánægju af að hlusta á það. Kl. 10 eru börnin
háttuð og þá er slökt. En áður en þau sofna, geng ég a
milb herbergjanna og segi þeim sögur og les síðan með