Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 93
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
87
Forum í febrúar síðastliðnum, kveðst hafa talað við
fjölda stjórnmálamanna og blaðamanna í öllum stór-
borgum álfunnar, og hafi enginn þeirra efast um að
stríðið kæmi. Einungis hafi verið misjafnar skoðan-
ir þeirra á því, hvenær eða hvar það brytist út.
Eftir fjórtán ára starfsemi virðist vegur og áhrif þjóð-
bandalagsins fara þverrandi. Og meðan yfirvofandi
stríðshætta knýr þjóðirnar á friðarfundi og afvopnunar-
ráðstefnur, þar sem þær semja hver við aðra með hníf-
um upp í erminni og svikja hverja samþykt, heyrast
herbrestir hvaðanæfa. Vitrir menn óttast, að bráð eyði-
legging hinnar vestrænu menningar sé fyrir höndum,
ef öll þau vopn, sem nú eru smíðuð, verða ógæfu mann-
kynsins að liði.
Ástandið er nógu ilt eins og sakir standa nú þegar,
þó að frekari hörmungar bætist ekki við. f hinum auð-
ugustu löndum jarðarinnar rikir atvinnuleysi, hungur
og fullkomið ráðleysi um það, hvað til bragðs skuli taka.
Ekki vantar það, að nógir vilja verða til þess að taka
stjórnartaumana. Ýmsir stjórnmálaflokkar berjast um
völdin og þykist hver og einn kunna lausn allra vand-
ræða, þangað til hann kemst að völdum. Þá verður út-
koman venjulegast svipuð og hjá hinum næsta á und-
an. Engum stjórnmálaflokki hefir en tekist að stofna
þúsund ára ríki friðarins á jörðunni. Lýðræðið, sem
margar þjóðir trúðu á sér til hjálpræðis hefir eigi þótt
reynast jafnvel og við var búist, og nú hverfa þjóðirn-
ar unnvörpum frá því, að einræðisstefnum eða komm-
únisma. Einræðisstefnan hefir verið reynd margsinnis
áður í mannkynssögunni, með óglæsilegum árangri. Og
hætt er við að mannkynið sé ekki frekar vaxið kommún-
ismanum en lýðræðinu, og að ýmsir gallar kunni og að
koma fram á þeirri stefnu i reyndinni. En um kosti og
lesti þessara stjórnarforma má deila í það óendanlega,
enda er það ekki tilgangur minn hér. Ég vil aðeins
benda á það, að ekkert þeiiTa hefir nægt til að skapa