Prestafélagsritið - 01.01.1934, Page 94
88
Benjamín Kristjánsson:
Prestafélagsritið.
mönnum fagurt og yndislegt líf á jörðu. Ekkert
þeirra er líklegt að geta það nokkurntíma. Eins og dr.
Reinhold Niebuhr guðfræðiprófessor í New York held-
ur fram í bók, sem hann hefir nýlega skrifað og nefnist:
Moral Man and Immoral Society, þurfa menn aldrei að
búast við að fullkomlega hepnist að skapa guðsríki á
jörðu meðan mennirnir eru enn þá ófullkomnir, þvi í
mannfélaginu hljóta ávalt að koma fram í stækkaðri
mynd vankantar og misbrestir einstaklinganna.
Meðan ennþá eimir eftir af grimd, afbrýði eða fjárgirnd
hjá einstaklingunum er hætt við, að þessar ástríður geti
hvenær sem er magnast og orðið að logandi báli meðal
heilla þjóðfélaga. Og einstaklingurinn er svo mjög háð-
ur heildinni, að hætt er við, að jafnvel þar sem hann
hefir náð nokkrum þroska, hljóti hann nauðugur eða
viljugur að sogast í hringiðu ófarnaðarins þegar aðstæð-
urnar klemma hann á alla vegu.
II.
Þó að land vort sé afskekt og fáment, berast öld-
urnar af ólgu og umbrotum stórþjóðanna alla leið upp
að ströndum þess. Tækni nútímans, sem gerir allar fjar-
lægðir að engu, ráðgerir nú að gera oss að miðslöð um-
ferðarinnar milli austur og vesturheims. Guð má vita
hvort eigi muni leiða af því fyrir oss slys og ógæfu, þeg-
ar næsta styrjöld dynur yfir. En þó að vér horfum ekki
svo langt, þá sjáum vér þegar brydda alvarlega á þeirri
ókyrð og truflun, sem orðið hefir á lífi vestrænna þjóða
síðan um stríð. Það mundi hafa þótt tíðindum sæta
fyrir aðeins 15 árum síðan, ef liðsafnaður hefði verið
dreginn saman hér á landi í fullkomnum vígahug og
aflsmunar neytt þar sem við má koma. Slíkt telst nú
með daglegum viðburðum. Og árekstrarnir eru að verða
iskyggilega margir. Róstur og meiðingar eru að verða
algengar á voru landi, og þar sem menn eru limlestir