Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 95
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
89
og barðir grjóti munar eigi um hársbreidd, að þrifið sé
til banvænni vopna.
Þeir, sem horft hafa álengdar á viðsjár siðustu tíma,
séð menn og konur froðufella af bræði, heyrt menn og
konur æpa illyrði og formælingar hvert að öðru, séð
menn beita hnefum og nöglum, séð rnenn sparka og
hrækja hver á annan í örvita fólsku — sjá, að hjá blóðs-
úthellingum verður ekki komist í náinni framtíð, ef stór-
kostlegrar brejdingar er ekki að vænta af einhverju tagi
hið bráðasta.
Hér með oss er því áreiðanlega sama innrætið og með
stórþjóðunum og sami viljinn. Vér berjumst aðeins á
frumrænni hátt. Vér skömmumst og klórum hver fram-
an í annan í stað þess að skjóta og vegast á með byssu-
stingjum. Vér berjum með grjóti i stað þess að varpa
sprengjum. En mjög sennilegt er, að vér lærum bráðlega
fljótvirkari aðferðir til að vinna hver á öðrum. „Með
góðu eða illu“ er orðið kjörorð sumra stjórnmálaflokk-
anna í voru landi. Og auðheyrt er, að hugur fylgir máli.
Hið ramheiðna blóð hnefaréttarins sýður oss ennþá i æð-
um. En vér höfum gleymt þeirri höfðingslund, sem ýms-
ir forfeðra vorra dáðu, sem var hófsöm og gerhugul,
sanngjörn og seinþreytt til vandræða, fyrir múgmensk-
unni, sem lætur æsast og „hugsar með blóðinu“ eins
og sumir stjórnmálaforingjarnir í Evrópu komast að
orði.
Viðburðir síðustu tíma dapra þær vonir, sem brunnu
í brjóstum okkar 1918. í stað þess að vinna einhuga og
með drengskap að viðreisn lands og lýðs logar alt í
sundrung og illindum. Og afleiðingin verður fullkomið
agaleysi og siðleysi. Ef haldið verður áfram á þessari
leið, verður framfarasögunni snúið upp í skröksögu og
framundan ekkert annað en gersamlegt hrun kristinnar
siðmenningar og niðdimmar miðaldir hnefaréttarins.