Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 96
90
Benjamín Kristjánsson:
Prestafélagsritiö-
III.
En ef til vill er þetta bölsýni. Ef til vill eru þetta ein-
ungis fæðingarhríðir hins nýja tima, sem er að berjast
fram til sigurs? Ríki friðarins og bróðurkærleikans
kemur ef til vill á eftir. Þeir, sem æsa upp lýðinn og
ganga á undan kenna þetta, og það væri gott, að geta
trúað því. En þetta hefir æfinlega verið kent og reynslan
hefir sýnt, að aldrei hefir verið barist fyrir jafnrétti á
þennan hátt, þannig að jafnrétti hafi áunnist. Og til þess
liggja auðsæ og eðlileg rök. Til þess að stofna ríki frið-
arins og jafnaðarins á jörðu, þarf fyrst og fremst bróð-
urþel og kærleika. Það minsta, sem hægt er að komast
af með til að skapa siðað þjóðfélag, er það, að menn
geti lært að jafna sakir sínar án áfloga og grimdarlegra
láta. Og það þarf meiri skapstillingu til að varðveita
jöfnuð og bræðralag en þá sem birtist í formælandi
múg. Það þarf meiri áhyrgðartilfinningu, vit og forsjá,
en birtist hjá þeim, er nota hvert tækifæri til illinda
og vilja stefna öllu til eyðileggingar í þeirri falsvon, að
þá sé. unt að byggja upp alt betra og fegra á ný. Hver
skussinn getur í’ifið niðui', það sem hann ekki er fær um
að byggja upp aftur. Þeir, sem „hugsa með blóðinu“ eru
duglegir að rífa niður. En það er ekki séð hversu giftu-
samlega þeim mundi takast, að byggja upp aftur. Að
minsta kosti er ég sannfærður um eitt: Með öðru hugar-
fari yrðu þeir að ganga að endurbyggingunni. Og þá þýö-
ir ekki, að hugsa einungis með blóðinu, heldur og með
höfðinu og ofurlítið með hjartanu í og með.
Þessi orð mín ber ekki að skilja á þann hátt, að þeim
sé stefnt að einni stétt þjóðfélaganna frekar en annari-
Séð í stóru yfirliti, væri það rang'látt, ef vér áfellumst
fremur hinar vinnandi stéttir landanna fyrir það, þótt
þær þjappi sér saman til ofbeldis, ef þær hyggja þa’ð
nauðsynlegt til að verja spón eða bita, heldur en yfir'
stétíir þjóðanna, sem eigi svífast þess, að stofna til
miljóna morða og hryllilegustu ejrðileggingar til u®