Prestafélagsritið - 01.01.1934, Qupperneq 98
92
Benjamín Rristjánsson:
Prestafélagsritið.
stöðuglega steypir þó blóði og eldi yfir höfuð sitt? Enn-
þá heldur hún áfram, að kalla til sín alla þá, sem erfiða
og þunga eru lilaðnir og vill veita þeim hvíld. Ennþá
vill hún bjóða öllum í brúðkaup konungssonarins og inn
i veizlusal föðurins. Og Klukknahringing hennar ómar í
blíðu og stríðu, í fögnuði og dauða, í glaumi stórborg-
anna og kyrð sveitalífsins, i friði vorblámans og út yfir
storm og öldur hafsins. Hringing hennar bergmálar milli
islenzkra fjalla, en bergmálar hún í hugunum? Oft finst
oss þjónum hennar hljómurinn láta einmanalega í eyr-
um, þegar margir eru kallaðir, heilir og vanheilir, og
aðeins örfáir hafa eyru til að heyra, en allur þorri boðs-
gestanna sinnir ekki kallinu og hejTÍr það ekki, af því
að þeir eru of önnum kafnir við kaupskap sinn eða bú-
sýslu eins og þeir voru fyrir 19 öldum síðan.
Og þá hvarfla að oss ýmislegar spurningar og oss lang-
ar til þess að fara beint heim til mannanna og segja við
þá: Hversvegna komið þið ekki, þegar kirkja Krists kall-
ar á ykkur? — Kirkjan, sem vill minna ykkur á, að þið
eruð börn hins sama föður, kirkjan, sem vill opna fyrir
ykkur fjaiTÍddir eilífðarinnar og hvíla sálir ykkar við
guðdómleg útsýni og lauga þær í himneskum friði.
Vér förum og spyrjum liina öldnu, hversvegna þeir
komi ekki. Hefir ekki löng lifsreynsla og grá hár kent
ykkur um hverfulleik áranna og fánýti nautnarinnar,
um það, að baráttan fyrir auði eða metorðum, er eftir-
sókn eftir vindi og þreytan ein og ellin er ávöxtur þess
starfs, sem aðeins snýst um hverfula hluti? Bráðum
verður lagt af stað yfir í ókunnuga veröld. Væri þá ekki
gott að hafa safnað einhverju af þeim fjársjóðum, sem
hvorki mölur eða ryð granda? Væri ekld gott að hafa
hugsað eitthvað meira en um líðandi stund, að trúa ein-
hverju og treysta og hverfa burt eins og Goethe með
bæn um meira ljós á vörunum.
En öldungarnir svara og segja:
Guðs orð var kent öðruvísi i okkar ungdæmi. Jafnvel