Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 101
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
95
á hann, eða gefa út blað, sem sent væri á hvert heimili.
Þetta væri miklu fyrirhafnarminna og ódýrara fyrir
landið.
Loks förum vér til þeirra, sem mestir þykjast speking-
amir og svo vitrir, að öll tilveran liggur fyrir þeim í
augum uppi. Og vér segjum við þá: Þér, sem leitið að
steini vizkunnar: Komið til hins lifanda steins. Perlu
vizkunnar er að finna í trúnni á hinn lifanda Guð. En
þeir ypta öxlum og segja: Fávísu klerkar! Þið tilheyrið
steinöldinni og ættuð að prédika yfir öpum en ekki mönn-
um. Til að skilja það, hvernig trúarbragða-„komplexið“ er
vaxið upp úr hræðslulund mannsins og allskonar frum-
stæðum hindurvitnum, verðum vér að fara aftur i gráa
forneskju og róta í sorphaugum frá ísöldum. Nútímamað-
urinn, sem hugsar á vísindalegan liátt, skilur það, að
Guð hefir ekki skapað manninn, heldur liafa mennirnir
slcapað guð í sinni mynd og Guð hefir ávalt verið jafn
góður og illur og þeir hafa verið sjálfir. Trúarbrögð
hafa þessvegna aldrei gert gagn, heldur einungis stuðlað að
því, að viðhalda hjátrú og rugla vísindalega dómgreind
mannsins. í nítján aldir hefir kristin kirkja starfað og
þið segið að kristin trú sé fullkomnust allra trúarbragða.
En á hverju sést það? Hafa kristnar þjóðir nokkru sinni
verið betri en aðrar þjóðir? Hafa þær ekki fyrir ör-
skömmu borist á banaspjótum og framið allskonar
glæpi og grimdarverk þrátt fyrir kenningu kirkjunnar
Um kærleikann? Þetta sýnir að trúarbrögðin eru blekk-
ing, gagnslaus til áhrifa á skapgerð mannkynsins, en
einungis aðferð kjarklítilla manna til að gylla fyrir sér
harðar og vonlausar staðreyndir tilverunnar. Nútíma-
uiaðurinn hugsar á vísindalegan hátt og vísindin eru
hans eina von í baráttunni fyrir bættum kjörum, þessa
stuttu sund, sem hann lifir.
V.
Eitthvað á þessa leið verða svörin, og vér vitum að