Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 102
96
Benjamín Kristjánsson:
Prestaíélagsritift.
sannleikur er í svörunum, en það er ekki allur sannleik-
urinn. Sannleikurinn, sem í þeim felst er svo einhliða
og úr lagi færður, að útkoman verður alröng.
Vér hrópum á ný og segjum: Aldnir og ungir, auðug-
ir og fátækir, heilir og vanheilir, striðandi menn og um
fram alt hugsandi menn: Hvað stjórnar breytni manns-
ins, annað en hugsanir hans, hvatir hans og sú trú eða
lífsskoðun, sem liggur dýpst í sálu hans?
Hvað ræður hamingju mannkynsins annað en ham-
ingjusamleg breytni þess?
Ef mannkynið liefir farið heimskulega að ráði sinu,
stofnað til hrydlilegra liatursverka, manndrápa og'
eyðileggingar, ef menn hafa ekki í sig eða á, er það þá
fyrir það, að náttúran leggi mönnum ekki nóg gæði upp
í hendurnar, er það fyrir það, að kenning kærleikans
hafi verið o/ mikið kend og flutt og lífsskoðun kærleik-
ans of mikið innrætt, eða er hlutfallið öfugt? Menn segja
að kristindómurinn sé dæmdur af því, að hann hafi ver-
ið reyndur og hafi reynst ófullnægjandi til að afstýra styrj-
öld og blóðsúthellingum. Mun hitt ekki vera réttara að
kristindómurinn hafi oft verið kendur, en hann hafi
einungis mjög sjaldan verið reyndur lil fulls. Af því
sprettur ógæfan. Hver, sem les Fjallræðuna sannfærist
um þetta undir eins. Kærleikurinn er ekki fyrst og
fremst kenning. Hann er athöfn. Og kristindómurinn er
ekki einungis kenning, heldur einnig athöfn. Kenning og
atliöfn verða að fara saman, trúin og ávextir trúarinnar,
annars er trúin dauð án verkanna. Sú trú, sem kemur
ekki fram í verki, er engin trú. Þessvegna skiftir það
engu máli, hvort þjóðirnar eru að nafninu til kristnar
eða ekki. Ef kristin lifsskoðun kemur ekki fram 1
breytni þeirra eru þær ekki kristnar í raun og veru, og
af athöfnum þeirra verður þá ekkert ráðið um þýðing
eða gildi kristindómsins.
Spurningin er aðeins þessi: Erum vér ánægð með
heiminn eins og hann er? Erum vér ánægð með þá til-