Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 103
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
97
veru þar sem öllu er stefnt til blindrar þrotlausrar bar-
áttu? Birtist sú fegurð eða menning í dýrslegri baráttu
grimdarinnar, sem vér getum gert oss ánægð með sem
hlutsldfti mannkynsins um aldur og æfi? Eða getum vér
ímyndað oss, að trúlaus og hugsjónalaus veröld vaxi
nokkru sinni upp úr dýraríkinu til siðlegs ágætis?
Þurfum við ekki til þess að hætta að vera dýr, að trúa
því, að mannsandinn sé ákvarðaður til meiri hluta? Og
til þess að koma siðlegu jafnvægi á mannlegt félag, að
trúa á siðlegar hugsjónir. — Og til þess að öðlast frið,
þurfum vér þá ekki að gefa oss tíma til, að íhuga grund-
vallarrök friðarins?
Er þá ofaukið í heiminum þeirri stofnun, sem með
hógværð og á kyrlátan hátt eins og sæðið, sem grær og
vex, berst fyrir guðsríki á jörðu, þvi guðsriki sem er hið
innra með mönnunum og vex fram af eðliskostum
þeirra?
V.
Hlutverk kirkjunnar er fyrst og fremst að kenna
mönnunum að hugsa — hugsa um endalausan og dá-
samlegan leyndardóm lífsins. Vér stritum sex daga vik-
unnar, vér berjumst um á hæli og hnakka hlaðnir á-
hvggjum og erfiði, líkamlegu og andlegu — og hví skyldi
það þá vera óhóf að nota sjöunda hvern dag til þess að
láta sig dreyma um hina æðstu hluti — litla stund, sem
er ekki nema eins og helmingur þess tíma, sem það tekur
að horfa á kvikmynd, eða fyrir konu að láta skrýfa
hár sitt!
Kirkjan er hin eina stofnun, sem snýr hugum manna
að leyndardóminum óendanlega, bak við alla tilveru
vora. Turn hennar er eins og fingur, sem bendir upp i
himinblámann i hæðir óendanleikans. Og eftir að
menn hafa uppgefið sig á því, að leita fullnægju í hverf-
ulum hlutum, og eftir að menn hafa uppgefið sig á því,
að leitast við að öðlast alla þekkingu, og skilið hversu
7