Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 104
98
Benjamín Kristjánsson:
Prestafélagsritiö.
skamt öll þekking nær, hafa þeir horfið aftur til trú-
arinnar og leitað sál sinni hvíldar i hinu ósjálfráða
trausti á alvizku og almætti lifsins.
Þetta þýðir ekki það, að vér eigum að bita okkur í
einhverjar kreddur eða lítilsvirða vísindalegar niðurstöður
og athuganir. Oss er full þörf á öllum visindum, en vér
þurfum aðeins að skilja, hvað vísindaleg hugsun nær
skamt eins og enn er komið og hvar takmörk hennar
eru. Vér þurfum að skilja, að eins og vísindin eru aðferð
hinnar rökvísu skynsemi til að reyna að gera sér grein
fyrir lejmdardómum tilverunnar út frá ytri staðreynd-
um, þannig eru trúarhrögðin leið hinnar innsæju skyn-
semi, þau eru eðlisboðið i oss eða svo að segja tilfinn-
ing vor gagnvart leyndardóminum.
Og þar sem vitað er, að hin rökvísa skynsemi hrekk-
ur skamt, þá er ekkert óviturlegt við það, að treysta
einnig að nokkru á eðlisboðið og tilfinninguna gagn-
vart Alfa og Omega tilverunnar, því að jafnvel í dýra-
rikinu alt í kring um oss sjáum vér að eðlisboðið er
allsstaðar óskeikulla, og enginn úrskurður liggur fyrir
hendi um það, að tilfinningar vorar dragi oss fremur á
tálar en skynsemin eða eigi minni rétt á sér.
Jafnframt því að draga athygli mannanna að leyndar-
dómi alheimsins, er það og hlutverk kirkjunnar, að
draga athygli vora að oss sjálfum. Ekki á þann hátt,
eins og auðshyggjan gerir, að hugsa einungis um það,
hvað við skulum eta eða drekka eða hverju vér skulum
klæðast. Sú spuming verður einungis óvæg, þar sem
skortur er á hvorutveggja eða áhyggja ríkir um að það
geti orðið. En þegar búið er að leysa þetta vandamál,
sem í raun og veru ætti að vera eitt vort minsta vanda-
mál, þá bíða önnur ennþá meiri vandamál við hvers
manns dyr. Lífsgátan er jafn óleyst. Þessar spurningar:
Hvaðan erum vér, til hvers lifum vér og hvert förum
vér? —- þeim er öllum ósvarað. Og þær verða einungis
leystar á sviði trúarinnar. Kirkjan hefir þetta málefm