Prestafélagsritið - 01.01.1934, Blaðsíða 105
Prestafélagsritið.
Kirkjan og vorir tímar.
99
með höndum. Hún hefir ekki afgreitt það í eitt skifti
fyrir öll með kennisetningum og trúarjátningum lið-
inna kynslóða. Hún byggist fyrst og fremst á hinni
starfandi hugsun þeirrar kynslóðar, sem nú lifir. En
með því að rannsaka trúarlega hugsun fortiðarinnar og
hugsanir og lif nútímans í sem víðtækustum skilningi
leitast hún við að grafast dýpra inn í þessi efni og kom-
ast nær hinum endanlega sannleika. Þannig eru trúar-
brögðin hugsankerfi út af fyrir sig, hugleiðingar um
dýpstu viðfangsefnin og hugsunarleið, sem má gera ráð
fyrir að fullkomnist eftir því sem tímar líða í skilningi
á einstökum atriðum. En þungamiðjan verður ávalt ein
og' hin sama: trúin á Guð og ódauðleikann. Þetta er og
verður kjarni allra trúarbragða eða trúin í trúarbrögð-
unum.
Og frá þessum sjónarhól fáum vér fyrst það langmið,
sem gerir oss ljóst óendanlegt viðfangsefni kirkjunnar.
Guð er fyrir oss ímynd alls þess, sem er fullkomið. Ó-
dauðleikinn hleður oss siðferðileri skyldu á herðar.
Einungis sannfæringin um þessa hluti megnar að hrópa
fram í sál mannsins alt hið bezta í honum: vitsmuni
hans, samvizku, tilfinningar og vilja. Sannfæringin ein,
um siðlegt og vitsmunalegt gildi alheimsins, megnar að
hrópa á allar starfshvatir mannanna og þrek til góðra
og fagurra hluta. Ef vér ekki trúum á hið góða, fagra
og fullkomna bak við alt og í öllu, finnum vér enga á-
stæðu til að starfa fyrir það og í því. — En vér trúum á
það, af því, að vér finnum hamingjuhvötum vorum bet-
ur fullnægt í fagurri athöfn en Ijótri.
Ef vér snúum oss aftur að þjóðfélaginu, hverjar leiðir
eru þá hugsanlegar til siðmenningar á jörð vorri og
hverjar eru líklegar, ef hinir vitrustu og beztu menn
hafa farið mjög viltir vegar?
Hvað skiljum við við menningu annað, en þróun
þeirra eðlisþátta með manninum, sem gerir hann ólík-
7*