Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 106
100
Benjamín Iiristjánsson:
Prestaíélagsritió.
astan dýrunum, þróun vitsins, þróun blíöra og fagurra
tilifnninga, og þróun kærleiks og bróöurlegs samlífs?
Og ef það, sem stjórnar athöfnum mannanna eru
hugsanir þeirra, hvatir og lífsskoðanir, hverjar leiðir
eru þá aðrar til, en að grafast fyrir hvatirnar og leitast
við að gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra og eðli,
temja þær og beina þim i hamingjusamlegt horf. Og í
öðru lagi að leita þeirrar lífsskoðunar, sem i fram-
kvæmd bar fagra ávexti?
Og hvaða lífsskoðun er liklegri til þess, en lífsskoðun
Jesú Krists um guðdómlegan uppruna og takmark
mannanna, óendanlegt dýrmæti einstaklingsins, bróð-
erni mannanna og kærleikssamfélag?
VI.
Kristindómurinn hefir eigi reynst fánýtur. Hann hefir
eigi verið reyndur nema alt of lítið. Það er ásökunin,
sú réttmæta ásökun, sem hvílir á kirkjunni, þeirri kirkju,
sem ekki er aðeins eða fyrst og fremst presturinn, heldur
öll þjóðin. En hvað skyldi þetta sanna um það að trúar-
brögð væri einskis nýt?
í upphafi ræðu minnar benti ég á það skuggalega á-
stand, sem nú ríkir í heiminum. Menn óttast að Ragna-
rök vestrænnar menningar sé jafnvel í aðsigi. Svo böl-
sýnn vil ég ekki vera. En ég vil vera svo raunsýnn, að
sjá það, að það er trúlegsið, en ekki trúin á hinn lifanda
Guð, sem stefnt hefir forsköpunum að oss og safnar
glóðum elds yfir höfuð vor. Ég vil vera svo raunsýnn, að
sjá, að siðirnir taka þá fyrst að spillast, þegar menn
hætta að trúa á siðlegar hugsjónir og hætta þar af leið-
andi að temja sér þær. Það er hin siðferðilega sjálfstjóm
einstaklingsins, en ekki þau höft, sem á hann eru lögð
utan að frá, sem er hin raunverulga undirstaða hvers
siðaðs mannfélags, og þar sem þessa sjálfstjórn skortir
líður hvert ríki undir lok.
Ef þegnar einhvers ríkis hafa hvorki vilja eða hæfi'