Prestafélagsritið - 01.01.1934, Side 110
104
Richard Beck:
PrestafélagsritiO.
þeirra. Með töfrum hins sterka persónuleika sins og
áhrifamikilli túlkun stórfelds liknar- og menningarmáls
hélt hann áheyrendum rígföstum. Framkoma hans öll
og málaflutningur báru því órækt vitni, að hér var mað-
ur, sem gæddur var óbeygjanlegu stáli vilja og orku,
og bar í brjósti óvenju djúpa mannást og hugsjónaást.
Þeir munu hafa verið miklu fleiri en ég, sem gengu út
úr samkomusalnum kveldið það, fullvissir þess, að þeir
höfðu heyrt andlegt stórmenni tala, og ræða hans og per-
sóna orðið þeim ógleymanleg.
Nansen var fæddur árið 1861. Hann átti til gáfu- og
framtaksmanna að telja, naut ágæts uppeldis, og gerðist
snemma mikill fyrir sér og athafnasamur. Þess sáust
einnig fljótt merki, og varð þó auðsærra, er stundir
liðu, að hann var búinn miklum leiðtogahæfileikum
og svo fjölhæfur, að slíks eru fá dæmi. Hitt er þó enn
aðdáunarverðara og fágætara, að fjölþættir hæfileikar
hans voru í svo ríkum mæli, að hann stóð í fremstu
röð á flestum sviðum verka sinna.
Hann var afburða íþróttamaður, mestur skíða- og
skautakappi Norðmanna á yngri árum. Skíðaför hans
þvert yfir Grænland (1888), hin mesta hreystiför, og
þó einkum heimskautsför hans og félaga hans (1893—
96), auðug að afreksverkum og vísindalegum árangri,
skipuðu honum í heiðurssess meðal landkönnuða, færðu
honum verðskuldaða heimsfrægð, og gerðu hann að
þjóðhetju Norðmanna og að fyrirmynd og átrúnaðar-
goði æskulýðsins innan Noregs og utan. Göfgandi áhrif
þessara afreka hans náðu langt út fyrir landsteina ætt-
jarðar hans. En það, sem gerði Nansen svo happasælan
í rannsóknarferðunum, voru eigi aðeins hreysti hans,
dirfska og úrræðasemi, heldur engu miður vísinda-
menska hans. Hann lagði mikla stund á dýrafræði, veð-
urfræði og landafræði, en gaf sig þó sérstaklega við haf-
fræði og varð brautryðjandi í þeirri vísindagrein; eru
eftir hann fjöldi merkilegra fræðirita og ritgerða.